Skjaldborg heimilanna.....kemur frá bönkunum?

Það virðist sem skjaldborg sú sem núverandi ríkisstjórn lofaði muni koma frá bönkunum sjálfum, kaldhæðnislegt.

Margir voru þeir sem töluðu um strax í haust að koma þyrfti til afskrifta á skuldum einstaklinga, fyrir það þvertóku bæðu S og VG. Nú er staðan raunverulega þannig, að vegna aðgerðaleysis stjórnvalda erum við að tala um afskriftir, líklega í massavís fyrir heimilin.

Hefði ekki verið betra að keyra inn Biðreikningafrumvarp F eða þess vegna 20 % afskriftir B á sínum tíma. Eða er það eilíft viðkvæði  að það verður að láta fólk fara í þrot áður en því verður hjálpað.

Ég held að eitthvað hafi Norræna Velferðarstjórnin okkar misskilið orðið forvarnir, svona eins og þau virðast hafa misskilið orðasamhengið Norræn Velferðarstjórn.


mbl.is Ráðþrota gegn úrræðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.........ég get ekki annað en tekið undir þessa athugasemd.  Jóhanna hefur ekki gert annað en að býsnast yfir ástandinu, látið það hafa eftir sér að ástandið sé meira að segja verra en hún hafi búist við en samt hefur hún ekki séð ástæðu til að koma heimilunum til aðstoðar svo neinu nemi   (einhver greiðsluaðlögunarlög og tilfærsla á barnabótum eru bara grín aðgerðir í þeim hamförum sem nú ríða yfir).

Steinhissa (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að halda skuldum íbúðaeigenda í nafverði. Ástæðan getur ekki verið nema ein þ.e. sú að falsa eignastöðu bankanna á meðan eignir þjóðarbúsins eru taldar skipta máli í pólitískum uppgjörsmálum.

Hagsmunir fólksins virðast algert aukaatriði í samfélagi skýrsluhaldsins sem tók við af samfélagi fólksins á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 14.7.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband