14.7.2009
Leikur að tölum....
Líður okkur ekki öllum miklu betur með að vita að heildarskuldir landsins eru líklega 2.800-3.000 milljarðar ? Eru ekki allir bara sáttir við lífið og tilveruna með þessa vitneskju í farteskinu.
Sko þetta er samt vel yfir 200 % af vergri landsframleiðslu og slagar ennþá vel uppí 240 % gjaldþrotamörk AGS, en iss þetta er sko minna en 4.000 milljarðar og þá hlýtur hver íbúi landsins að sjá að allt er þetta bara í góðum gír.
Hve lengi á farsinn í S og VG að fá að halda áfram á sviðinu?
Vandamálin í dag eru hverri flokkstjórn ofvaxinn og fólk ætti að sjá sóma sinn í að viðurkenna þá staðreynd. Ég myndi bera smá snefil af virðingu fyrir þeim stjórnmálamanni sem stæði fram í dag og segði "Þetta eru svo stórvægileg mál að við ráðum ekki við þau, við köllum eftir þjóðstjórn skipaða óháðum fagaðilum, við gerum það vegna þess að við berum hag og velferð þjóðarinnar fyrir brjósti"
Slíkri manneskju myndi ég klappa fyrir í dag.
Stefna í að vera yfir 200% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir komu okkur í þessar ógöngur. En tek undir síðustu málsgreinina þína Ásta, það mætti reyna slíka stjórn. En getur nokkur mannlegur máttur snúið þessari þróun við ég efast.
Finnur Bárðarson, 14.7.2009 kl. 15:38
Við vitum öll hver kom okkur í þessar ógöngur, aftur á móti getum við ekki verið að nota dýrmætan tíma núna í að ræða það fram og til baka. NÚNA þarf að bregðast við og reyna að rétta okkur af af öllum mætti.
Þegar það er búið getum við mín vegna farið með allar fyrri stjórnir út á Austurvöll bæði þær sem stóðu í einkavæðingunni, stóðu vörð síðustu tvö ár fyrir hrun og þá sem stóð vaktina rétt eftir hrun og flengt þær fyrir framan alþjóð. Útrásarvíkingana má svo setja í gapastokk og kasta í þá úldnum eggjum og gömlum tómötum ; )
Ásta Hafberg S., 14.7.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.