Veit einhver hverjar forsendurnar eru?

Það er rökrétt að lönd innan ESB setji spurningamerki við ástæðurnar fyrir umsókn frá okkur. Við virðumst ekki sjálf hafa hugmynd um hverjar forsendurnar eru nema frasa Samfylkingarinnar um hugsanlegan stöðugleika, minni spillingu hmmm og réttlæti fyrir alla.

Ef fólk kynnir sér ESB almennilega mun það komast að að það er ekkert sérstaklega samband hins venjulega vinnandi manns innan þess.

Það er líka rétt eins og við höfum mörg bent á að ESB er ekki björgunarstofnun og Íslensk stjórnvöld geta ekki verið svo naiv að halda að svo sé.

Mér er nokk sama hvað Össur segir um þessa umsókn í dag, í aðdraganda kosninga var ekki hægt að skilja meirihluta Samfylkingarinnar öðruvísi en að eina leið okkar úr útrásarvíkingaógöngunum væri aðild að ESB.

Mér þætti gaman að sjá þá áætlun stjórnvalda í sambandi við efnahagsuppbyggingu landsins sem inniheldur liðinn sem gerir ekki ráð fyrir inngöngu. Er sú áætlun til, eða er þetta enn einn innihaldslausi frasinn sem kastað er í þjóðina?

Í dag stöndum við ekki bara uppi með hrun hérna innanlands á öllum sviðum heldur líka AGS, Norðurlöndin, England, Holland og ESB sem eru öll að pressa á okkur með Icesave og enginn virðist vita hvaða forsendur eru fyrir hvaða fyrirgreiðslu og láni. Er þetta lausn okkar mála? Ég get bara ekki fyrir mitt litla líf séð það.

Við þurfum sem þjóð að sameina okkur sjálf öðruvísi komumst við hvorki lönd né strönd. Við þurfum sem þjóð að horfa innávið og sjá okkar möguleika á okkar forsendum, því eitt er víst að allt þetta hjal um "vinaþjóðir" og samfélag þjóðanna sem hjálpar okkur er bara naivt rugl sem ég held að flestir séu hættir að hlusta á.


mbl.is Vilja meiri samhug Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt við þurfum að standa saman.  Þess vegna var það mesta vitleysa sem hægt var að gera að ýta okkur nauðugum út í þetta ESB ævintýri og Icesave.  Ég er orðin þannig stefnd að mig langar mest til að hrækja á Jóhönnu Sigurðardóttir og krefjast þess að henni og hennar liði verði stungið inn fyrir landráð og hundskamma Steingrím, sem hefur staðið sig álika illa bara á öðrum forsendum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 12:31

2 identicon

Ég er fylgjandi aðildarumsóknar og mjög ánægður hvernig mál hafa þróast. Nýjasta skoðannakönnun sýnir að meirihluti landsmanna er sammála. En málflutningur ykkar andstæðinga er víða kominn út fyrir allt siðferði. Tveir þekktir bloggarar hafa hvatt fólk til BLÓÐUGRA árása á samfylkingarmenn og aðra stuðningsmenn. Ásthildi langar til að hrækja á Jóhönnu og krefst þess að hún verði sett í fangelsi fyrir landráð. Ég er þá væntanlega einnig landráðamaður? Ég geri ekki lítið úr málstað andtæðinga ESB, en svona málflutningur gerir þá sem hann flytja að algerum ómerkingum og hittir þá sjálfa.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:07

3 identicon

Sæll Svavar, ef þú lest eitthvað af því sem ég hef skrifað muntu sjá að ég er ekki ANDSTÆÐINGUR ESB, þessi með og á móti umræða er það hjákátlegasta sem ég hef lengi augum litið. Þetta er eins og nornaveiðar með sitthvorum formerkjunum.

Ég er aftur á móti orðin kaldhæðin í garð Samfylkingarinnar þar sem ég hef komist að því að þau vita í raun ekki mikið um ESB. Mér finnst það ekki hæft af flokki sem gefur sig út fyrir að vilja aðild að ESB.

Samfylkingunni ber að mínu mati skylda til að að fræða þjóðina á faglegan og málefnalegan hátt um ESB, flestar upplýsingar er hægt að fá um EMR II, Euro, frávik annarra landa í samningum o.s.fr. Það hafa þau ekki gert heldur farið út í einmitt það sem þú ert að tala um massífan hræðsluáróður um hvað gerist ef við göngum ekki í ESB.

Ég hef í öllum mínum skrifum um ESB reynt að styðjast við það sem ég veit um ESB og reglur þess. Það sem ég hef ekki vitað hef ég sótt til dönsku Evrópusambands upplýsingaskrifstofunnar. http://www.eu-oplysningen.dk/euo_en/

Ég mæli með því fyrir alla að kynna sér þessi mál af hlutleysi og dæma svo....og jú það er hægt án þess að fara í aðildarviðræður.

Ég tel samt að þetta sé rangur tími fyrir Ísland að fara í þetta ferli og ég tel líka að Ísland muni lenda í frekar erfiðri stöðu innan sambands vegna landfræðilegrar legu og ýmissa annara hluta.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:59

4 identicon

Blessuð Ásta.

Ég viðurkenni að hafa ekki lesið bloggfærslu frá þér áður, enda sérð þú að ég beindi kommenti mínu aðallega til Ásthildar og hefði frekar átt von á svari frá henni. Ég vona að þú takir undir með mér að málflutningur margra ESB andstæðinga er komið út fyrir allt velsæmi. Ég hef ekki séð svona málflutning hjá ESB sinnum.

En ég tek undir það að málflutningur, bæðii andstæðinga og fylgjenda ESB mætti vera meira upplýsandi og helst laus við upphrópanir og hræðsluáróður.

Sumir segja að nú sé rangur tími fyrir aðildarviðræður því ástandið sé svo slæmt hjá okkur. Margir af þeim sömu mönnum sögðu á sínum tíma að engin þörf væri fyrir ESB því ástandið hjá okkur væri svo miklu betra en hjá þeim!!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:50

5 identicon

Svavar, ég get vel skilið Ásthildi að vera reið, ég held að við séum flest reið einhversstaðar inn við beinið. Við erum bara reið út í mismunandi hluti og vinkla á þessu máli öllu.

 Ég sjálf er mest reið yfir æsifréttamennsku íslenskra fjölmiðla og vöntun á rannsóknarblaðamennsku.

Ég er líka mjög reið yfir því að skjaldborg heimilanna komst varla á koppinn fyrir öllu þessu ESB brölti.

Ég er sérstaklega reið yfir því að það virðist ætla að verða staðreynd í þessu fagra landi að við verðum keyrð inn í ESB eftir það sem ég mundi kalla ómálefnalegustu og ófaglegustu umræðu sem um getur í heimssögunni líklega.

Ég sé um það bil rautt þegar ég hugsa um að þeir aðilar sem fóru offari í útrásinni skuli ekki vera undir lás og slá og eignir þeirra frystar í Vatnajökli.

Ég er líka mjög reið yfir þeirri óstjórn sem ríkt hefur í landinu síðustu ca. 20 árin að meðtöldum allra síðustu árum fyrir hrun og tímanum rétt á eftir hrun.

Ég þoli ekki þá staðreynd að í stað þess að keyra inn þjóðstjórn þegar D og S gátu ekki unnið saman lengur, var frekar keyrt á kosningar þegar þjóðin var ennþá í sjokki og gat engan veginn hugsað skýrt.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 22:07

6 identicon

Blessuð Ásta.

Afspyrnuléleg vörn.

Ég verð stundum ofsareiður  þegar ég les rugl og viðbjóð, frá ESB andstæðingum eins og ég lýsti í fyrra kommenti mínu. En það gefur mér ekki leyfi til að nota samskonar munnsöfnuð og glæpabrigsl um þá.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:46

7 identicon

Sæll Svavar. Ég hef enga þörf fyrir að verja eitt eða neitt gagnvart þér né neinum öðrum, aftur á móti finnst mér vel skiljanlegt að fólk sé reitt. Mér finnst líka allt í lagi að fólk hafi það í huga og sýni hvort öðru skilning. Það er enginn að ráðast persónulega á þig eða mig þannig að ekki er neinn skaði skeður með smá reiði ; )

 Það hafa riðið yfir þetta þjóðfélag efnahagslegar hamfarir sem fáa óraði fyrir. Það er ekki hægt að ætlast til og er í raun fásinna að halda að allir geti bara verið svakalega cool eftir það .

Hvaðan sem ruglið kemur hvort það er með eða á móti álverum, hvalveiðum eða ESB, þá er  umræðan á þessu plani alveg á rangri braut. Hvorki málefnaleg né fagleg og hefur í raun ekkert upp á sig. Því miður hef ég orðið vör við munnsöfnuð eins og þú lýsir í bæði með og á móti herbúðunum svo ekki get ég séð að einhver sé saklausari en annar.

Á meðan þjóðin heldur áfram að haga sér á þennan hátt er ekki mikil von til að eitthvað lagist hér, með eða án ESB.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband