Fellur kannski mjúklega til jarðar með fyrirvörum?

Í breska fjármálaráðuneytinu  virðist sú skoðun vera til staðar að búið sé að gera endanlegan samning um þetta mál.

Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins virðist meira að segja ganga út frá að ríkisstjórnin ætlaði að keyra samninginn í gegnum þingið í núverandi mynd. Sem reyndar var reynt í byrjun af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur fer svo hamförum í Morgunblaðinu í dag um allt það hræðilega sem muni gerast ef þetta verður ekki samþykkt.

Fyrirvarar eru kannski mögulegir, kannski verður tekið mark á þeim eða kannski ekki, kannski þýða þeir að samningurinn sé felldur "mjúklega".  Kannski verðu alþjóða samfélagið brjálað ef þetta verður ekki samþykkt, kannski verða sett á okkur höft, kannski fáum við engin lán, kannski missum við traust í samfélagi þjóðanna.

Þetta er of mikið kannski fyrir mig.

Ég vil vita beint út hvað er á bak við þennan samning, ég tel okkur sem þjóð eiga heimtingu á að vita 100% hvort hægt sé að setja fyrirvara á samninginn og hvort mark verði tekið á þeim. Við eigum heimtingu á að vita 100% hvað gerist ef hann er felldur. Hefur verið haft í hótunum um höft, viðskiptabönn og ýmislegt annað í þeim dúr? Ef svo er þá á það að koma upp á borðið.

Bæði Jóhanna og Steingrímur verða að gera sér grein fyrir að nú er runninn upp tími hreinskilni og sannleika. Nú er tíminn þar sem allt verður að vera upp á borðinu, því ef það er ekki svo, þá er heldur enginn möguleiki á því að við sem þjóð getum staðið saman að einhverjum markmiðum.

Eitt er víst að þessi samningur í núverandi mynd er ekki til umræðu og hefði aldrei átt að komast inn á þing í þeirri mynd sem hann er. Þjóðin sem mun þurfa að sitja undir þessari skuld sem hún stofnaði ekki til á heimtingu á að allt verði reynt til þrautar í þessu máli.

Allt annað er uppgjöf.


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega rétt hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband