Skófla er skófla

Þaðan sem ég kem kallar maður bara skóflu skóflu og er ekkert að búa til einhver önnur nöfn á hana.

Það er ekki verið að AFSKRIFA neitt, heldur LEIÐRÉTTA og fólk á ekkert að þurfa að láta sér líða illa yfir því.

Í því hruni sem varð hér í október hafa sérstaklega gengistryggðu lánin farið uppúr öllu valdi. Hækkanirnar eru tilbúnar tölur á pappír og enginn peningur sem hefur farið úr einni hendi í aðra. Á pappír hefur bankinn meiri eign undir höndum, sem í raun er ekki til og skuldarinn á hærri skuld sem hann tók aldrei.

Það er undarlegt að þeir sem sitja hér við stjórnvölinn hvort sem er á þingi eða í bönkunum skuli enn halda að hér sé hægt að láta eins og ekkert hafi gerst og sömu gömlu reglurnar séu enn í gildi.

Enn og aftur segi ég, Þetta er óhefðbundið ástand og lausnirnar geta ekki verið hefðbundnar.


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála. Það gleður mig að fólk virðist vera byrjað að vakna og skilja þetta sem ég hef lengi haldið fram. Þetta eru allt saman bara tölur á pappír (eða í tölvu) sem eiga sér enga stöð í raunverulegum verðmætum. Því er allt tal um "kostnað" við sanngjarna leiðréttingu bara blekkingarleikur. Til að taka hliðstætt dæmi, ef ég vinn 5 milljónir í lottóinu og gef þær til góðgerðamála (læt þær renna aftur til samfélagsins), þá kostar það mig ekki krónu á heildina litið, nema upphaflega kaupverðið á lottómiðanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband