26.8.2009
Skattur á leiðréttingu ?
Það sem ég hjó sérstaklega eftir í þessari frétt var setningin. Bankarnir hver í sínu horni......
Það er ekki nema von að hér taki alir hlutir svona langan tíma þegar samvinna og samþættar aðgerðir virðast ekki vera hugtök sem neitt af þessu fólki þekkir og notar. Er ekki alveg ótrúlega sorglegt að vita til þess að þó að allt hafi hrunið og kalli á algera samvinnu innan allra sviða þjóðfélagsins að þá virðist það virka að mjög litlum hluta og í flestum tilvikum alls ekki.
Annað er svo það að ekki finnst mér forsvaranlegt að ætla að láta fólk borga skatt af LEIÐRÉTTINGUM skulda sem það tók ekki. Er það von mín að stjórnvöld sjái sér fært að taka allavega einu sinni HEILT skref í einhverju máli og keyri í gegn bráðabirgðalög sem gera það að verkum að á meðan verið sé að leiðrétta skuldir almennings eftir hrun verði ekki farið í skattheimtur á þeim leiðréttingum.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held það hafi verið Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri sem sagði "Öll lífsins gæði eru skattskyld". Það er sem sé draumur þeirra að ef ég mála fyrir þig barnaherbergin og þú prjónar í staðinn lopapeysur á fjölskylduna mína, þá skuldum við í raun skatt af þessum viðvikum. Jafnvel þó við værum hjón...
Takk fyrir síðast, er ekki farið að fækka á tjaldstæðinu?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 07:48
Eru þeir hjá Glytni/Íslandsbanka ekku búnir að lesa þetta
Sigurður Ingi Kjartansson, 26.8.2009 kl. 08:25
Við þurfum að borga þetta helvíti á einn eða annan hátt. Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að hliðra nokkurn skapaðann hlut til í þessu kerfi. Það er eins og hver einasti embættismaður sé með lögfræðingaher á bakvið sig og eigi stofnunina sem þeir stjórna. Skattstjóri gerir þveröfugt ofaní það sem ríkisstjórnin biður um. Bankastjórar í bönkum sem ríkið hefur yfirtekið, gera ekkert sem þeir eru beðnir um. Þessir andskotans aumingjar hlýða engu og komast upp með það. Skilanefndir í bönkunum eru ekki á vegum ríkisins heldur kröfuhafa, þannig að þeir munu aldrei vinna vinnuna sína þannig að viðskiptavinir bankana njóti góðs af neinu sem þeir gera. Við búum í algjöru bananalýðveldi krakkar mínir.......
sterlends, 26.8.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.