29.8.2009
Valdið hjá AGS.
Það hlýtur að vera gaman að vinna hjá AGS. Það hlýtur að veita fólki með valdaþörf mikla ánægju að geta sett reglur og skilyrði fyrir framvindu mála hjá heilli þjóð. Hugsa sér að geta setið og sagt "nei ekki nógu gott", "hmm sjáum til eftir að þetta og þetta er komið á koppinn"
Það hlýtur að vera ótrúleg tilfinning að geta haft þetta vald.
Ekki sá ég nokkur staðar að Icesave væri ein af forsendunum í þeim skilmálum sem gerðir voru við AGS á sínum tíma, spurningin er auðvitað hvað er hægt að teygja þetta undir efnahagsáætlun landsins.
Ég tel okkur ennþá hafa farið ranga leið með því að velja að taka lán frá AGS. Þessi stofnun hefur ekki skilið eftir sig annað en sviðna jörð alveg sama hvar hún hefur komið við. Félags og heilbrigðiskerfi hafa yfirleitt verið lögð í rúst í þeim löndum sem þeir hafa aðstoðað og niðurskurðurinn hefur verið ómanneskjulegur.
Er það það sem við viljum? Við erum jú ekki viljalaus verkfæri í höndum fyrrverandi stórvelda, ESB, Norðurlandanna og AGS.
Við skulum ekki treysta á það að AGS fari í þessa efnahagsáætlun strax, þeir hafa tíman og völdin. Þeir þurfa ekki að flýta sér.
Svo verður athyglisvert að fylgjast með þegar á að fara að byggja Skjaldborgina fyrir heimilin og fyrirtækin í október. Hvað ætli AGS segi um það? Það verður þeim örugglega ekki gleðiefni því um leið og verður farið í einhverjar leiðréttingar á skuldum munu bankarnir falla í virði. Það passar ekki alveg inn í kapítalístíska hugmyndafræði AGS.
Icesave losi lánastíflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég hef verið að kynna mér AGS eins vel og ég hef nú komist í og þetta er alveg í anda þess sem ég hef verið að lesa mér til. Valdið er úr höndum stjórna og AGS tekur yfir.
Við Íslendingar, tel ég hafa fulla burði til að koma okkur út úr þessu án aðkomu AGS.
Það þarf bara að hugsa óhefðbundið, og þar stendur hnífurinn í kúnni, fólkið okkar innan stjórnsýslukerfisins kann ekki að hugsa óhefðbundið og getur þar af leiðandi ekki valið aðrar leiðir en þau hafa gert núna.
Því miður.
Ásta Hafbreg (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:48
Það sem okkur vantar er ráðafólk sem þorir og hefur bein í nefinu til að afþakka ASG og þorir að taka á þjófnaðinum og síðan fer strax af stað að vinna að endurreisn lýðveldisins. Ekkert af þessu virðist vera á döfinni hjá núverandi stjórnvöldum hvað þá hjá Sjálfstæðismönnum. Þeir eru alveg heillum horfnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2009 kl. 10:30
Þjóðstjórn, ekki seinna en í dag! Þá fer hæft fólk á valda staði og spilling mun minni en er í dag.
Geir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:16
Sæl Ásta,
hef einnig verið að grúska í AGS undanfarið. Birti í gær grein á blogginu mínu sem ég skrifaði í Moggann. Ég sammála túlkun þinni. Íslendingar virðast vera valdalausir.
Einhvern vegin verður þjóðin að koma vitinu fyrir þessa Ráðherra.
Ef þú vilt vita hvernig verður í október skaltu bara lesa hvernig Lettum gengur í viðskiptum sínum við AGS-ekki fallegt það.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 22:37
Sæll Gunnar,
Ég las greinina þín í Morgunblaðinu og er greinilegt að þú hefur verið að kynna þér málin vel. Ég ætla ennþá að halda því fram að við ættum að henda AGS út, við munum ekki komast eitt einasta heila skref áfram með þá hangandi yfir okkur.
Ásta Hafberg S., 31.8.2009 kl. 16:14
Það er engin spurning að, út ættum við að setja nokkra hugsun um þennan óþvera sjóð. Margir sem ég hef talað við ásamt öllum þeim sem um þetta rita, eru sammála um að við séum beitt kúgun og lítilsvirðingin verður algjör.
Veit eiginlega ekki hvernig er hægt að afstýra þessu, jú auðvitað veit ég það.
Vona bara að þeir sem hafa heilsuna og nálægðina framkvæmi það sem þurfa þykir og það með krafti.
Kveðjur frá Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2009 kl. 08:35
Ásta: Lýðræðið hefur verið afnumið í landinu, það litla sem var þó þegar, með aðkomu AGS. Alþingi er í raun gersamlega valdalaus stofnun - kosningar aðeins sýndarveruleiki. Það er sorglegt, hjá elsta starfandi þjóðþingi veraldar. Það sem er ENN sorglegra - þeir eru svo fáir sem átta sig á því.
Skorrdal (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.