Klemma?

AGS er að koma sér í vonandi slæma klemmu í sambandi við þetta Icesave mál. Þegar sjóðurinn fór hamförum í Suður Ameríku og fleiri löndum á sínum tíma var ekki svo mikið af upplýsingum í gangi um starfsemi hans og starfshætti.

Í dag eru þessar upplýsingar til staðar og eru starfshættir sjóðsins gagnrýndir af flestu meðalþenkjandi fólki.

Hvernig ætlar þessi stofnun að réttlæta tafir á málum Íslendinga í dag? Öllum skilyrðum hefur verið fylgt eftir. Efnahagsáætlun er á borðinu og lánaloforð líka. Ekki var nefnt nein staðar í byrjun að Icesave væri forsenda fyrir því að mál okkar yrðu tekin fyrir af sjóðnum.

AGS er ekki hlutlaus stofnun sem vinnur fyrir alþýðu landa. Fé þeirra kemur að mestum hluta frá Bandaríkjunum og svo ESB löndunum. Það skal engin segja mér það að maður þekki mann viðgangist ekki þarna eins og annar staðar.

Mín skoðun er ennþá að við eigum að henda þeim út.

Við skulum líka spyrja okkur þeirrar spurningar fyrir hvern eru þessi lán? Okkur eða fjármagnseigendur? Er verið að koma þjóðinni aftur á lappirnar eða fjármagnseigendum?

Hefur þessi sjóður nokkurn tíma sýnt fram á að áætlanir þeirra hafi virkað fyrir þjóðir? Hafa þær ekki einmitt oftast virkað fyrir fjármagnseigendur?

Hefur AGS einhvern gæðastimpil yfirhöfuð í þetta starf ? Það finnst mér ekki.


mbl.is Farið verði fram á skýringar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband