Mánaðarmót ? Áramót?

Það er greinilegt að Skjaldborgin fyrir heimili og fyrirtæki í landinu mun koma seint og illa. Nú er að verða komið ár frá hruni og enn er ekki búið að fara í neinar aðgerðir sem skipta máli fyrir heimilin og fyrirtækin. Greiðsluaðlögunin virðist vera ómarkviss og taka óhemju langan tíma.

Það er athyglisvert að ríkisstjórn sem kennir sig við " Norræna Velferðakerfið" skuli vera svona gjörsamlega óhæf í að praktísera einmitt það. Þegar að á fór að bjáta í Danmörku, á svipuðum tíma og allt hrundi hér hjá okkur, var það fyrsta sem ríkisstjórnin gerði að koma til móts við húsnæðiseigendur í formi lækkaðra vaxta o.s.fr. Í Noregi hafa verið tekið svipuð skref. Þetta virðist vera með öllu ómögulegt hérlendis.

Það er líka athyglisvert að nánast sama daginn er viðtal við félagsmála og forsætisráðherra. Annað talar um aðgerðir upp úr mánaðarmótum, hitt um áramótin. Eru einhver samskipti á milli aðila ríkisstjórnarinnar yfirhöfuð?

Hvernig dettur þeim í hug að þau haldi trúverðugleika sínum þegar þau gaspra bara út og suður? Ætli þau geri sér einhverja grein fyrir því að heimilin í landinu eru MJÖG mörg komin í alvarlegar aðstæður fjárhagslega og geta í raun ekki beðið mikið lengur.

Það er í raun ekki við VG eða S að sakast frekar en hina flokkana. Þetta flokka kerfi og uppbygging þess býður ekki upp á að unnið sé lausnarmiðað að málum eða hratt og örugglega. Það er enn mikilvægara fyrir þetta fólk að "minn" flokkur hafir rétt fyrir sér en að koma með sameiginlegar lausnir fyrir land og þjóð. Svo lengi sem unnið er á þeim forsendum komumst við ekki lönd eða strönd.

Enn og aftur óhefðbundið ástand=óhefðbundnar lausnir.


mbl.is Styttist í greiðsluúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helld að það sé augljóst að skjaldborgin um heimilin mun aldrei rísa , og þessveggna verður hér annað bankahrun því æfleiri geta ekki staðið í skilum enda vill fólk ekki borga lán ef það þarf að fórna sjálfsögðum lífsgæðum enda er það bara óábyg meðferð á fé einsog vitur maður sagði.

Valdi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: corvus corax

Það er einmitt við VG og S að sakast núna af því að þessir flokkar lugu sig inn í ríkisstjórn með því að þykjast ætla að verja hag almennings sem á enga sök á hruninu. Byltingu strax!

corvus corax, 23.9.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband