Ábyrgð þjóðar

Hver er ábyrgð okkar sem þjóðar í núverandi ástandi?

Hvað er það sem við sem þjóð eigum að vera að gera akkúrat núna?

Berum við einhverja ábyrgð á því hvernig VIÐ sem þjóð ætlum út úr þessari kreppu?

Erum við virkilega bara viljalaus verkfæri í höndum óhæfra stjórnmálamanna, óhæfra opinberra starfsmanna, spilltra útrásarvíkinga og AGS?

Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir sjálfum okkur þá staðreynd að nú er að líða eitt ár frá hruni og lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir okkur sem þjóð í þessu ástandi.

Hvernig ætlum við að réttlæta það fyrir sjálfum okkur að hafa ráðið til starfa fólk sem ekki uppfyllir þær kröfur sem sem þarf til að endurreisa Ísland.

Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir komandi kynslóðum að þegar Ísland brann til grunna, sátum við heima og leyfðum því að gerast.

Hvernig ætlum að réttlæta það að þrátt fyrir að við vitum öll hvernig AGS vinnur, leyfðum við honum að taka völd í okkar landi og gera það að tilraunarverkefni nýfrjálshyggjunnar.

Hvernig ætlum við að réttlæta þá staðreynd að það er verið að nota AGS sem kúgunartæki vegna Icesave.

Munum við sem erum fullorðin í dag geta sagt eftir 10 ár : " Ég gerði allt sem ég gat til að spyrna við fótum og bjarga landinu mínu" "Ég stóð fast í fæturna fyrir komandi kynslóðir og barðist" eða munum við sitja ennþá heima og horfa á áframhaldandi hnignun lands og þjóðar.

Vegna þess kæra fólk, við sem þjóð höfum alltaf val, við sem þjóð getum alltaf staðið upp og barist. Við stöndum á ögurstundu í sögu Íslands og höfum val. Við getum valið að fara upp eða niður og ekkert þar á milli.

Við getum valið að leyfa AGS að keyra land og þjóð í kaf, við getum valið að leyfa óhæfu fólki að hefja aftur störf að fríi loknu, eða við höfum val um að leyfa þeim það ekki. Við höfum val um að fara aðrar leiðir í okkar eigin endurreisn, við höfum val um að fara í þá endurreisn með kjark, þori og hugviti á eigin forsendum.

HVAÐ VELJUM VIÐ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bogason

Vel mælt...

ALLT sem almenningur og andófsöfl í landinu gerðu til að breyta ástandinu í Janúar og Febrúar er að engu orðið - við vorum blekkt til að halda að gamlir stjórnmálamenn sem eru samdauna ástandinu gætu leitt okkur út úr þessu.  

Það hefur allt verið reynt til að fá stjórnvöld til að skilja að grundvöllur samfélagsins, fólkið í landinu, er hrunin -   Það er ekki hægt að byggja hann upp aftur með aðferðum nútíma hagfræði - sú hagfræði olli hruninu.

Okkur vantar kjarkinn, þorið og dugnaðinn... við erum þreytt, buguð og vonlaus.

Guðmundur Bogason, 24.9.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski þurfum við að fara í mótmælaferðir til útlanda í stað innkaupaferðanna. Hvernig væri að fara hópferð til Brüssel, London, og Amsterdam.... nú og til AGS í New York líka, kannski.... verðum við ekki að gera eitthvað róttækt til þess að eftir verði tekið. Kannski þurfum við að fara til London og Amsterdam og Brüssel og afhenda þeim myndir af auðvisunum Björgólfi, Björgólfi Thor, Jóni Ásgeiri, Sigurði Einarssyni, Heiðmari, Bjarna Ármanns og e.t.v. fleirum og benda þeim þannig á sökudólgana sem þeir eiga rétta yfir en láta íslenska þjóð í friði........

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband