27.9.2009
Fortíðin var?Framtíðin verður?
Ég skil vel að fólk á Húsavík og nágrenni sé ekki ánægt með niðurstöðu þessa máls, sérstaklega þegar farið var á fund Katrínar og hún var jákvæð gagnvart málinu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja núna á Húsavík og hafa fengið þessa frekar blautu tusku í andlitið.
Annað er svo hve miklu eru þessi blessuðu álver að skila þjóðarbúinu? Að mínu mati er þessi stóriðju átátta ekkert annað en afleiðing margra áratuga hugvitslegs gjaldsþrots stjórnvalda þegar kemur að fyrirtækja og atvinnuuppbyggingar á landsvísu. Það er auðvelt að lofa landsbyggðinni álveri rétt fyrir kosningar, sérstaklega þegar landsbyggðin hefur verið í svelti hvað varðar uppbyggingu á áraraðir, pice of cake.
Ísland væri ekki eins illa sett í kreppunni í dag ef farið hefði verið í uppbyggingu fyrirtækja á landsvísu, fyrirtækja í ýmsum stærðum og sem breiðasta flóru af þeim. Fyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti og hugmyndum ( nóg er til af þeim) og eru í innlendri framleiðslu líka til útflutnings.
Þetta er það mikilvægasta í fyrirtækja uppbyggingu í dag, breið flóra fyrirtækja í ýmsum greinum, innlend framleiðsla til útflutnings.
En til þess að það geti orðið þarf samhent átak okkar almennings, stjórnvalda, opinberra starfsmanna, lífeyrissjóða og bankanna. því að hér þarf að vinna hratt og örugglega og ekki setja upp enn eina nefndina sem býr til flotta skýrslu sem endar ofan í skúffu.
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt er þetat rétt og satt en hvar er þetta "eitthvað annað" að virka? Við verðum að viðurkenna að orkunýting á stórum kvarða gerist ekki nema með stórnotendum. Hvar eru allir sem okkur var sagt að biðu í biðröðum að fremkvæma og leggj afé í "eitthvað annað"?? Biðröðin er ekki til. Það er ekki neitt "eitthvað annað " utan kaffihúsahjals háskólasamfélagsins á Akureyri og Reykjavík.
Auðvitað er hægt að segja að engin þörf sé fyir stórar virkjanir og þar af leiðandi sé engin þörf fyrir stórnotendur...en það gengur ekki upp. En hvernig ætlum við að halda uppi okkar háu lífsgæðakröfum? Jú.Landið átti að verða "fjármálamiðstöð heimsins" samkvæmt forseta tveggja stjórnmálaflokka.Gekk það eftir?
Mér líkar skýring þín á því að opinberir starfsmenn séu ekki almenningur. Það er einmitt raunin.En skúffa ráðuneytanna taka nú lengi við.
Sigurjón Benediktsson, 27.9.2009 kl. 09:47
Sæl. Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alacan í boði var að hálfi VG eitt hvað annað í staðs álvers í dag væru um eða yfir 2000 að vinna við framkvæmdir, stækkunarmáli var fellt og við fengum þetta eitthvað annað það svo sem ágæt fyrirtæki það er ekki á firmaskrá engar tekju engin atvinna en tómar íbúðir auð iðnaðarhverfi breiður af vinnuvélum sem stand verkefnis laus við Hafnfirðingar eru en ekki búnir að átta okkur alveg á þessu eitthvað annað er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu, undarleg stefna VG í atvinnumálum hún mun varla breytast úr þessu.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 10:00
Meðan krónan var sterk vorum við ekki samkeppnisfær með útflutning, en nú gengnir öðru máli. Með því að halda krónunni áfram og láta af gælum við ESB, eigum við kannski ágæta möguleika á að vinna okkur út úr vandanum og byggja upp innlend framleiðslufyrirtæki.
Við gætum t.d. hugað að því að nýta háhitasvæðin á NA-landi til uppbyggingar í ylrækt í stórum stíl. Það munu t.d. liggja um 50MW í holum á Þeistareykjum sem hægt væri að virkja strax og fara að nýta.
Ég held að Húsvíkingar og aðrir Þingeyingar ættu e.t.v. að halla sér aftur í stólnum og huga að fleiri tækifærum en álveri. Það gæti t.d. verið álitlegra að byggja háhitavirkjanirnar upp í smærri skrefum og læra á hegðun þeirra og hugsanleg afköst, fremur en að ráðast í of stóra áfanga of hratt. Þegar komin er niðurstaða í það hvað þessi svæði þola mikla nýtingu má síðan huga að því hvernig skynsamlegast væri að nýta þau til lengri tíma litið.
Ómar Bjarki Smárason, 27.9.2009 kl. 12:27
Þeir sem voru tilbúnir til að horfa framan í staðreyndir fyrir kostningar mátti vel vera ljóst að kosningaloforð um álver á Húsavík var byggt á ísmeygilegum blekkingum. Maður þurfti í raun ekki annað en spyrja spurninga eins og fyrir hvaða peninga? til að átta sig á því hve líkurnar voru og eru fjarlægar.
Ég hef aldrei skilið þá Húsvíkinga sem eru fylgjandi álveri. Ég skil þá enn síður þegar hér er komið. Ég spyr mig reyndar hvort þeir sem styðja álver yfir höfuð hafa skoðað sögu álversuppbyggingarinnar á Reyðafirði og hverju hún skilaði, niður í kjölinn. Af henni ætti að vera ljóst að álver þjóna sérhagsmunum örfárra einstaklinga um stundarsakir en þjóna engan vegin þjóðarhagsmunum til frambúðar!
Það myndi hins vegar stór gróðurhús utan um grænmetisframleiðslu gera. Það er margbúið að setja þessa hugmynd fram. Það er ljóst að sú orka sem var talað um í upphafi að nýta í álver á Húsavík myndi duga fyrir mjög gott grænmetisbú. Grænmetisbú er mörgum sinnum ódýrara í uppbyggingu en álver. Plús það að grænmetisbú framleiðir raunveruleg verðmæti sem við munum alltaf þurfa á að halda. Skapa mörg störf í gróðurhúsunum sjálfum og mörg önnur afleidd störf sem henta vinnuafli á mismunandi aldri, með mismunandi menntun og af báðum kynjum!
Einn plúsinn enn við stórtæka grænmetisframleiðslu á Húsavík er sá að virkjun Skjálfandafljósts myndi ekki skyndilega dúkka upp á borð sem hliðarverkun af því að hafa yfir höfuð farið af stað. Ekki heldur umhverfismegnunin sem fylgir álverum.
Öll skynsemisrök mæla því með grænmetisframleiðslu í stað álvers. Þeir sem styðja álver virðast hins vegar stjórnast af rökblindu draumsins um að græða bara einn og sjálfur.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 15:02
Sæl. Rakel.
Veistu það ekki að framleiðsla í gróðurhúsi eins og þú lýsir þarf um 15 til 17 meiri orku til að vera samkvæmis hæft til útflutninga miða við framleiðslu erlendis, áliðnaður og orkugeirinn losar um 6000 þúsund störf gjaldeyristekjur eru á milli 76 til 83 milljarða á ári, heildar veltan 195 til 205 milljarða á ár hvað ertu þú að tala um háar upphæðir í raforku og tekjur hvað verða háar tekjur eftir í landinu miða við orkueiningu og laun.
Hvað um markaðshorfur og söluumboð er það tryggt.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 18:27
Hver var að tala um útflutning? Veist þú ekki að við flytjum inn u.þ.b. helminginn af því grænmeti sem við neytum? Til hvers eigum við að vera háð innflutningi á því sem við getum framleitt sjálf?
Tölurnar sem þú nefnir, eins og 6000 störf í einu og sama álverinu skil ég bara ekki hvaðan þú færð? Hvað ertu eiginlega að tala um að stórt álver? og hvaðan ætlar þú að ná í orkuna fyrir svo stórt álver? Auk Þeystareykja stendur þá til að virkja alla fossana í Skjálfandafljóti og Dettifoss líka? Dugir það til fyrir svona risaálver eins og þú virðist vera að láta þig dreyma um?
Hvar færðu þessar gjaldeyristekjur? Álið sem er framleitt hérna nú er flutt beint úr landi af erlendum eigendum álveranna. Hvað gefur þér forsendur til að halda að það muni gilda eitthvað annað um álið sem verður framleitt á Húsavík en það sem er framleitt hér nú?
Við erum nefnilega með tvö álver hér á landi nú þegar. Ég spyr bara af hverju erum við í vandræðum ef álver skila þjóðarbúinu svona háum upphæðum í gjaldeyristekjum? Í sambandi við heildarveltuna þá skil ég ekki einu sinni úr hvaða tölum þú býrð hana til? Gjaldeyristekjum plús? Ég spyr bara enn og aftur af hverju við erum yfir höfuð í vandræðum ef álver eru svona rosalega arðbær
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.9.2009 kl. 23:03
Við þurfum reyndar að flytja út grænmeti, ber og ávexti ef förum að rækta slíkt í stórum stíl. Við erum jú bara um 300.000 hræður og það er takmarkað magnið sem við getum torgað, jafnvel þó gæðin hollustan yrðu mikil.......
Ómar Bjarki Smárason, 27.9.2009 kl. 23:57
Samkvæmt mínum heimildum, sem eru nokkrir íslenskir bændur, eru aðeins framleidd 40% af því grænmeti, sem við neytum, innanlands. Það þýðir að hin 60% eru flutt inn! Það vantar því töluvert upp á að innlend grænmetisframleiðsla anni eftirspurninni.
Við gætum líka farið út í framleiðslu margra algengustu ávaxtanna sem við neytum með uppbyggingu gróðurhúsa eins og Ómar bendir á hér að ofan. Þessar 300.000 hræður, sem við teljum enn þá a.m.k., eyða alltof mikið af gjaldeyri við að flytja inn matvörur sem hægt er að framleiða hér á landi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.9.2009 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.