"Nýju" lausnir Samfylkingarinnar

Það er ekkert nýtt í þessum lausnum sem koma frá Árna Páli. Hann hefur sullað saman hinum og þessum hugmyndum, sem var flestum í heild sinni var hafnað af Samfylkingunni fyrir kosningar.

Þetta hefur hann sem sagt tekið allat saman og hrært í einn graut. Út úr þessu kemur enn eitt NEYÐARÚRRÆÐIРog ekki LANGTÍMALAUSN.

Þarna er saman komið hluti af tímabundinni neyðarlausn Frjálslynda Flokksins sem lagt var fyrir þing stuttu eftir hrun, hið svokallað Biðreikningafrumvarp.

Þarna er dassað smá Framsóknar og Sjálfstæðisflokkspælingum í sambandi við niðurfellingu.

Allir bankarnir eru nú þegar með einhverjar svona lausnir í gangi.

Það er ekki verið að leysa vandamálin til langframa og það er ekki verið að hugsa um hagsmuni hins venjulega borgara í landinu.

Er þetta "nýja" Ísland? Mér er sko spurn.

 


mbl.is Segja tillögur ráðherra stríðsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband