7.10.2009
Þjónusta AGS
Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað um AGS þessa dagana. Þeir sem eru ekki fylgjandi aðstoð sjóðsins eru kallaðir landráðsmenn eða titlaðir þjóðernissinnar með misskilið þjóðarstolt.
Ég hef notað mikinn tíma í að kynna mér AGS og verð að segja að það er ekki af þjóðarstolti sem ég vil ekki njóta aðstoðar þeirra, heldur vegna þess að gæði þjónustu þeirra við samfélög er enginn. Það er ekki til land í dag sem hefur notið aðstoðar AGS sem hefur komist út úr sinni kreppu í "alvöru".
Stefna AGS, sem þeir eru að nota hér á landi núna og hafa notað í flestum af hinum löndunum líka, gengur út á mjög hraðan niðurskurð og skattahækkanir, stefna þeirra hefur hvergi og heldur ekki hér boðið upp á uppbyggingu á móti. Hitt er svo háir stýrivextir sem hefur heldur ekki verið gott fyrir uppbyggingu heldur.
Þeir eru að nota sömu taktík hér með Icesave og þeir hafa gert annarsstaðar með að pressa landið sem nýtur "aðstoðar" þeirra í einhverjum málefnum sem tengjast aðstoðinni kannski á einhverju gráu svæði en ekki beint.
Oftast hefur það farið þannig að eftir massífan niðurskurð og skattahækkanir og háa stýrivexti, getur það land sem tók lán hjá þeim ekki borgað sínar afborganir.Nær undantekningarlaust þegar það gerist er AGS tilbúið með áætlun um sölu orkufyrirtækja í eigu ríkisins eða annarra ríkisrekinna fyrirtækja og auðlinda til einkaaðila.
Kannski mun þetta ekki fara svona hér, þó að ég efist stórlega um það því þeir hafa hvergi breytt þessari stefnu alveg sama hvaða landi þeir hafa verið að hjálpa.
Ég vil ekki AGS í burtu vegna þjóðarstolts heldur vegna þess að ég er 99 % viss um að við munum fara í dýpri kreppu og lengri með þeim en án þeirra.
Ég mæli með að fólk kynni sér störf þessa sjóðs í öðrum löndum á sjálfstæðan og gangrýnin hátt.
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Oftast hefur það farið þannig að eftir massífan niðurskurð og skattahækkanir og háa stýrivexti, getur það land sem tók lán hjá þeim ekki borgað sínar afborganir.Nær undantekningarlaust þegar það gerist er AGS tilbúið með áætlun um sölu orkufyrirtækja í eigu ríkisins eða annarra ríkisrekinna fyrirtækja og auðlinda til einkaaðila."
Þetta er einmitt það sem á eftir að gerast ef við hendum AGS ekki út sem fyrst. Þetta er það sem John Perkins sagði í viðtali við Egil Helgason um AGS.
Kári B (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:14
Er þér hjartanlega sammála sem og Kára B hér að ofan. Væri ekki rétt að fara í þjóðaratkvæðahreiðslu núna, áður en við hendum fleiri perlum fyrir svínin. AGS er bandarísk mafía. Aðild að Evrópusambandinu verður hafnað.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.