Hverjum skal treysta ?

Ja hvað er satt og hvað er logið , er einhverju hægt að treysta lengur?
Hvort eigum við að hlusta á "frændur"okkar í Norðri eða Strauss Kahn sem viðriðin var ELF málið mikla. Eigum við að halda áfram að hlusta á ráðleggingar frá sjóð sem metur sín eigin störf? Hvernig getur það mat nokkurn tíma orðið faglegt og hlutlaust?

Meðal þeirra landa sem borga mest til AGS er til dæmis Bretland. Sjóðurinn hefur einmitt verið gagnrýndur mikið fyrir að ganga mála þeirra sem halda honum uppi.
Að mínu mati þarf að halda áfram að þrýsta á úr öllum áttum bæði á okkar eigin stjórnvöld vegna Icesave og annarra mála og svo AGS vegna aðkomu þeirra hér.
Við skulum hafa það í huga að af 42 löndum sem sjóðurinn hefur aðstoðað eru 31 ennþá í djúpri kreppu og sér ekki fyrir endann á því.
Ég verð þó að segja að það gleður mig að sjá að bréfið okkar hafði einhver áhrif og að spurningum er velt upp á yfirborðið og svarað.
Sjáumst svo á Austurvelli 21.nóv. kl. 12:00
Tengill á svarbréf Strauss Kahn: http://www.imf.org/external/np/vc/2009/111209.htm

mbl.is Segir Strauss-Kahn ekki fara með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband