Púkalega pukrið heldur áfram

Steingrímur og Jóhanna sem básúnuðu um víðan völl fyrir kosningar, " allt upp á borðið og gagnsæi" virðast hafa gleymt því heldur betur.

Þau hljóta einhversstaðar í hugum sínum að gera sér grein fyrir að þau fá þjóðina ekki með sér með því að halda upplýsingum frá okkur.

Hvað gæti verið svo hrikalegt við þetta mál að við megum ekki vita það? Eða erum við of heimsk? Hvað er málið?

Það er ekki nema vona að vantraust það sem nú þegar gerjaði rétt eftir hrun hafi bara eflst á þessum mánuðum frá því að önnur stjórn tók við.

Það versta er að vantraustið er að verða landlæg plága, fólk treystir ekki stjórninni, ekki stjórnarandstöðunni, engum bankamönnum og opinberir starfsmenn af öllum  stærðum og gerðum fylgja svo á eftir.

Hvernig dettur Jóhönnu og Steingrími í hug að það sé hægt að byggja upp þjóðfélag eftir þetta hrun, þegar stoðirnar eru greinilega ekki til staðar ?

 


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vekur upp spurninguna: Í hvað hafa stjórnvöld flækt sig?

Helga (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband