Það sem ég upplifði á þessum fundi...

Ég sat þennan fund í gær með hinum háu herrum frá AGS í Seðlabankanum. Það sem byrjaði sem klukkutíma fundur endaði í tveimum, að mínu mati vegna þess að þeir voru svo mikið að reyna að sannfæra okkur um ágæti sjóðsins.

Það kom á óvart að það virðist ekki liggja neitt raunhæft á bak við tölurnar þeirra, allavega ekkert sem hægt er að nota í neitt. Það var einnig athyglisvert að upplifa hvernig þeir reyndu að koma öllu yfir á aðra eða voru ekki þátttakendur. Eins og Icesave, 3ja ára niðurskurðar áætlun ríkisins og svo má áfram telja.

Flanagan hélt því líka fram að hér ætti ekki að skera niður velferðakerfið en sagði svo í næsta orði að ef hann væri  Íslendingur í dag þá myndi hann flytja úr landi.

Þetta var svona upplifun sem hristi upp í mér. Sérstaklega þegar ég fór að skynja að ráðgjöf þeirra fyrir efnahagslega uppbyggingu Íslands er byggð á frösum og stöðlum. Byggð á grunni sem er ekki til.

Áður en ég fór á þennan fund í gær var ég ennþá efins um hvort við ættum að halda áfram að þiggja aðstoð AGS, í dag er ég 100 % viss um að við eigum að henda þeim öfugum út.

Við munum koma með greinabetri upplýsingar af fundinum á næstu dögum.

 

 


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Er ekki allt í lagi með þessa menn. !!

Sigurður Baldursson, 5.12.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Kom fram greinargott svar frá þessu fólki hvort aðstoð þeirra hefði verið háð samkomulagi Alþingis í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar Icesave ??  Var einhver þarna sem þjarmaði nógu duglega að þessum mönnum og rak ofan í þá lygina ??

Auðvitað á að henda þessum mönnum strax út og kolfella frumvarpið um Icesave á Alþingi.  Eða senda það til þjóðarinnar þar sem það VERÐUR kolfellt.

Sigurður Sigurðsson, 5.12.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurður, hvort einhver þjarmaði að mönnunum nægjanlega vil ég taka fram að Einar Már var með okkur á fundinum. Hann var með stóra og þykka bók með sér. Það eina sem kom í veg fyrir að rithöfundurinn grýtti bókinni í Knoll og Knott var sú staðreynd að Einar Már er svo bókelskur maður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.12.2009 kl. 11:14

4 identicon

Sæll Sigurður,

já við komum inn á Icesave málið, þó að aðaltilgangur fundarins hafi ekki verið að fá upplýsingar um það. 

Við vorum búin að fá fundargerð frá Norska þinginu þar sem  fram kemur að frágangur Icesave var ekki sett sem skilyrði af Norðmönnum. Við rákum því ofan á hann að þetta væri frá Norðmönnum komið.

Þá hélt Flanagan því fram að þetta væri að undirlagi Svía því þeir færu fyrir Norðurlöndunum innan AGS. Þetta hefur verið hrakið af Sænska sendiherranum  og er hægt að lesa það á Eyjunni.

Upplifun okkar var að AGS reynir að fría sig ábyrgð á því að Icesave er sett sem skilyrði af stjórn sjóðsins. Upplifun okkar var reyndar líka að þeir reyna að fría sig ábyrgð og aðkomu að öllu sem er óþægilegt.

Ég var mjög ánægð með framgöngu okkar á þessum fundi, við vorum málefnaleg en þó ákveðin ogl eyfðum þeim ekki að fara út í kjaftavaðal með hlutina. Einngi voru um borð okkar megin fólk með menntun og þekkingu á hagfræði og við lögðumst öll á eitt um að fá sem skilmerkilegust svör frá hinum háu herrum.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 11:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábært hjá ykkur. Skelfilegt að heyra hvernig þeir fara undan með flæmingi um atriði sem skipta miklu máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er rétt að það á að henda þessum delum út, afþakka ráðleggingar AGS og hafna Icesave.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.12.2009 kl. 11:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég ánægð með ykkur öll.  Svona á að vinna.  Innilega takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband