Flanagan fór undan í flæmingi

Þegar Icesave kom upp á fundinum sem við áttum með Flanagan hinn 4. des. var greinilegt að honum fannst málefnið óþægilegt.

Fyrst reyndi hann að koma því yfir á Norðmenn að Icesave væri forsenda endurskoðunar. Því miður fyrir hann vorum við með skjalfesta fundargerð frá Norsku ESB nefndinni, þar sem einnig situr utanríkisráðherra Norðmanna, þar sem kemur skýrt fram að lausn Icesave er ekki sett inn sem skilyrði fyrir neinu af Norðmönnum. Aftur á móti segir í fundargerðinni að stjórn AGS sé undir þrýstingi frá Bretum og Hollendingum og hafi þess vegna sett Icesave sem skilyrði.

Þegar þetta kom upp á borðið snéri hann við og fór að tala um að Svíjar færu fyrir Norðurlöndunum innan AGS og þetta kæmi frá þeim. Það var hrakið af Sænska sendiherranum sama dagí fréttum hérlendis.

Tenglar á fundargerðir Norska þingsins og Evrópuráðs

http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Europautvalget/2009-2010/091021/

 http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Stortinget/2009-2010/091119/


mbl.is Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ég, sagði litla gula hænan!

Eva Ól. (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er eitt af sérkennum illmennisins að þvo hendur sínar af allri ábyrgð! Kenna öllum öðrum um. Það segir t.d. við fórnarlamb pyntinga að því sjálfu sé um að kenna. M.ö.o. segir illmennið að fórnarlambið hafi brotið þannig af sér að það hafi kallað pyntingarnar yfir sig. Þær eru óhjákvæmileg refsing sem vesalings illmennið er nauðbeygt til að fylgja eftir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband