Sorglega ófaglegt

Stuttu eftir að Eva Joly var ráðin hingað og fór að voga sér að krítísera ófagleg vinnubrögð á Íslandi, sá maður hve langt er í land hérlendis þegar kemur að faglegum vinnubrögðum. Hér er ekki farið í diolog þar sem aðilar á sitthvorum meiði ræða hlutina og skiptast á hugmyndum, þar sem mikilvægi samræðnanna liggur í að finna lausn sem er hentug og góð fyrir heildina.

Hér er lenskan að æða áfram tala niður til og helst tala í kaf þann sem situr hinum megin við borðið.

Að kynna sér mál og ræða þau út frá staðreyndum er ekki lenska hér lengur, að hlusta er ekki in og að opna umræðuna og flæði upplýsinga er greinilega algert tabú.

Það er orðið sorglegra en orð fá lýst að fylgjast með hvernig íslenskir stjórnmálamenn æða áfram án raka, án þess að hugsa sig um áður en þeir tala og án þess að gera minnstu tilraun til að vera faglegir í einni verstu stöðu landsins hingað til.

Hvernig getur þetta endað vel?


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er lágmarkið að upplýsa þjóðina sem á að borga um alla þætti málsins.

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er orðið óþolandi ástand.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband