12.3.2009
Össur og stóriðjan
Það er alveg merkilegt hvað þessi stóiðjuhugsun virðist ætla að fá að grassera. Nú stendur háttvirtur iðnaðarráðherra enn einu sinni og leggur fram frumvarp varðandi álversframkvæmdir, með það í huga að gefa skattaafslætti og niðurgreiðslur svo þetta nái nú örugglega fram að ganga.
ER EKKI ALLT Í LAGI ÞARNA Á EFRI HÆÐINNI?
Hvers vegna fókuserar hann ekki á fyrirtæki sem eru nú þegar til staðar hér innanlands og kemur fram með þetta þeim til handa? Við eigum nóg af fyrirtækjum sem gætu gert miklu meira en þau gera nú þegar ef fjárhagsumhverfi, skattaafslættir og aðrað ívilanir kæmu þeim til góða. Það er líka kreppa erlendis og ekkert víst að erlendir fjárfestar muni koma hér í tonnatali með næstu vél til að eyða peningunum hérna í fyrirtækjarekstur, eins og virðist vera von iðnaðarráðherra miðað við þær hugmyndir sem hann hefur viðrað. Þetta lyktar svolítið af " Nú búum við til fullt af störfum á no time og þá tekur kannski enginn eftir því að það er kreppa" Þetta er enn ein græða hratt hugmyndin án þess að íhuga hvort til séu aðrar leiðir. Hvað er að því sem við eigum nú þegar í þessu landi? Er það bara ekki nógu gott ?
Auðvitað hefur hann rætt sprotana og stuðning við þá en við getum bara gert svo miklu meira en það. Við ættum að nota þessar ívilanir fyrir fyrirtækin okkar og styrkja þau svo þau geti haldið uppi iðnaði og framleiðslu hér innanlands og auka útflutningsmöguleika þeirra.
Góðir hlutir gerast hægt og núna er tíminn þar sem við þurfum að fara í þá grunnvinnu sem gera hefði átt um leið og kvótakerfið var sett á á sínum tíma, en það er fyrirtækja og atvinnuuppbygging í landinu sem heild. Við getum ekki endalaust reynt að flýta okur í gegnum allt án þess að hugsa lengra en til dagsins á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til kosninga á vegum Frjálslynda flokksins í komandi alþingiskosningum. Þetta geri ég þar sem staðan í þjóðfélaginu á núverandi tímapunkti kallar á fólk sem er með ferska hugmyndavinkla og þorir að setja fram breytingartillögur sem byggja á framtíðarsýn fyrir landið okkar í heild.
Ég tel mig geta komið með slíkar hugmyndir og unnið með öðrum að því að byggja upp Ísland til framtíðar. Land sem við enn þann dag í dag getum verið stolt yfir að tilheyra.
Með sameiginlegu átaki getum við snúið þessari neikvæðu efnahagslegu þróun við og byggt upp kerfi sem þjónar fólkinu í landinu en ekki bara einstaka aðilum þess.
Það er mikil vinna framundan hvað varðar heimilin í landinu, fyritækja og atvinnuupbyggingu og ekki síst við að búa okkur félagslegt öryggiskerfi til framtíðar.
Þar af leiðandi er nauðsynlegt að fara nýjar leiðir í uppbyggingu og styrkja um leið auðlindir og mannauð sem við eigum til staðar í þjóðfélaginu til betri nýtni og afkomu fyrir þjóðina.
Þar á meðal er:
- Kvótinn og endurskoðun hans
- Stuðningur við og endurskipulag/fjármögnun fyrirækja
- Þróun og stuðningur við hverkyns sprota
- Áhersla á smærri og meðalstór fyrirtæki
- Fyrirtækjum gert kleift að framleiða innanlands til útflutnings
- Verðtryggingin fryst með það að sjónarmiði að fella hana niður
- Eins einstaklingsmiðaðar lausnir vegna vanda heimilana og hægt er að koma við
- Gegnsæi í bankakerfinu
- Gegnsæi í stjórnarkerfinu
- Stjórnlagaþing
- Þjóðaratkvæðagreiðslur
- Raunhæfar lausnir á gjaldeyrismálum
Að leiðarljósi verður að hafa, að þessi uppbygging mun ekki gerast frá einum degi til annars og að langtímaáætlanir sem lifa af meira en eitt kjörtímabil eru nauðsynlegar.
Þetta er vinna sem ég er tilbúin í með hag okkar sem þjóðar að leiðarljósi.
Ég tel það kost að ég hef ekki verið viðriðin stjórnmál eða flokka áður og hef því ómengaða sýn sem þó má nýta í starfi sem þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009
Málþóf.....þjóðinni til miska.
Að fylgjast með þinginu undanfarið hefur verið eins og versti farsi. Málþófið hefur verið yfirgengilegt og alveg óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu án þess að þurfa að fara í þennan farveg. Hvort að málþófið eigi sér stað vegna hræðslu við valdamissi skal ég ekki segja, en það læðist að manni sá grunur að þar standi hnífurinn í kúnni.
Á meðan situr þjóðin og býður þess að frumvörp heimilunum til bjargar komist inn í umræðu á þinginu. Margir eru nú þegar komnir í mikinn fjárlagahalla ( svo maður sletti fínt) með sinn einkafjárhag og eiga um sárt að binda. Núna loksins rofar til og á að fara að taka fyrir frumvörp sem eru fyrstu skrefin í átt að aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu. Það er vonandi þingmennirnir okkar sjái sóma sinn í því að leggja málþófið til hliðar og vinna hratt og örugglega að lausn mála. Þeir virðast ansi oft gleyma því að við þjóðin erum atvinnurekendur þeirra og þeir ættu að setja hag okkar í 1.sæti, alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009
Eva Joly...skref í rétta átt.
Það er gleðilegt að sjá að tekið hefur verið skref í þá átt að komast að hinnu sanna í sambandi við bankahrunið. Eva Joly er sérfæðingur á sínu sviði og gott að fá hana inn sem ráðgjafa í þessu máli. Það besta er svo að hún í gegnum starf sitt með þesi mál erlendis er vel í stakk búin að takast á við verkefnið, þó að sé á hliðarlínuni.
Kannsi er enn von að hægt sé að komast að því hvað og hvernig hlutirnir fóru fram innan þessara fyrirtækja. Ekki finnst mér líklegt að við komumst yfir eitthvað fjármagn en það að komast að hinu sanna í málinu er að minnsta kosti gleðiefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009
Og hvað svo?
Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.
Einnig er búið að setja upp nýja styrktarsjóði til handa sprota hér í landinu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þar er gengið út frá að ugmyndin sem styrkja á sé hugvitslega á hátæknileg og/eða á æðra plani og skaffi fullt af störfum sem fyrst. Sem sagt enn og aftur á að flýta sér í einhverja hástökksuppbyggingu án þess að taka litlu skrefin.
Auðvitað verður að fara í atvinnu og fyrirtækja uppbyggingu í landinu, en þar verðum við að líta meira á sérkenni og aðstæður á hverju stað fyrir sig. Ég get ekki séð fyrir mér að við opnum hátækni fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Actavis í hverjum firði og flóa hér á landi.
Við verðum að fara út í breiðari flóru fyrirtækja og gefa þeim tækifæri líka sem eru bara með hugmynd að rekstri þar sem starfa 2-4 starfsmenn til að byrja með.
Einnig finnst mér skrýtið að aðeins er talað um skattaafslætti fyrir fjárfesta sem þora að fjárfesta í þessum sprotafyrirtækjum, hvað með sprotana sjálfa ? Hvernig væri að koma á móts við þá með einhverskonar skattapakka eða annars konar ívilunum?
Einnig geta sprotar fengið atvinulausan sérfræðing í vinnu og fengið með honum alveg HEILAR atvinnuleysisbætur. Þær eru nú frekar lágar og yfirleitt eru sérfræðingar vel launaðir. Þannig að sprotinn situr þá uppi með um 4-600.000 minimum í launakostnað fyrir sérfræðinginn. Eftir að atvinnuleysisbæturnar hafa verið reiknaðar inn.
En þetta eru auðvitað allt skref í rétta átt en það er eins og enn og aftur eigi að reyna að hlaupa í gegnum þetta á einhverju hundavaði.
Reyndar hefur mér oft dottið í hug hvort ekki væri hægt að búa til lánasjóð fyrirtækja sem eru að starta upp eða auka við sig. Sjóð sem er byggður upp svipað og LÍN. Fyrirtæki fær lán frá ríkinu á viðráðanlegum vöxtum og byrjar að borga til baka eftir að hagnaður fer að sjást í rekstri eða eftir 2 ár frá byrjun reksturs. Þarna væri þá hægt að setja upp greiðslur sem væru prósentur af sölu/hagnaði eða eitthvað því um líkt.
Auðvitað yrði að liggja til hliðsjónar raunhæf viðskiptaáætlun o.s.fr. Þarna væri þá hægt að gera einn sjóð yfir alla línuna og ekki vera með mismunandi starfsemi í gangi eins og Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóð og þess háttar.
Þarna er komin hjálp við sprotana sem oftar en ekki hætta við framkvæmdir vegna dýrs lánsfés, eða hugmyndin þeirra er ekki nógu flott fyrir Nýsköpunarsjóð og aðra því um líka.
Ríkið fær peningana til baka með vöxtum og allir græða. Þá væri líka hægt að styrkja stuðnigsbatteríin sem eru nú þegar til staðar eins og Impru og Nýsköpunarmiðstöð og auka starfsemi þeirra hvað varðar beina ráðgjöf og aðhald fyrir sprotafyrirtæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef hugsað mikið um það eftir fall bankakerfisins okkar og því sem á eftir hefur fylgt hvað á að gera fyrir okkur hér í þessu landi. Einhvern veginn sit ég í hvert skipti sem nýjar lausnir og hugmyndir koma upp á borðið varðandi heimilin og skuldastöðu þeirra með annað hvort óbragð í munninum eða svona tilfinningu af því að ekki hafi verið hugsað lengra en til dagsins á morgunn þegar hugmyndini var komið á framfæri.
Ein slík hugmynda var að fella niður 20% af skuldum heimila og fyrirtækja í einum skurði. Þetta hljómaði vel og skiljanlegt að margir hafa hugsað loksins kemur eitthvað sem hægt er að finna fyrir í peningaveskinu. En ef hugsað er lengra þá hlýtur einhversstaðar að vera kostnaður við þetta eins og allt annað. Að fella niður skuldir á þennan hátt hlýtur að endingu að lenda í peningaveskjum okkar sem kostnaður.
Auðvitað er ekki hægt að líta fram hjá því að verðtrygginguna verður að taka til endurskoðunar, en eins og staðan er í dag er er bara hreinlega spurning hvað eigi að gera við hana. Fella hana niður? Eða frysta tímabundið svo hægt sé að vinna að raunhæfum lausnum fyrir heimilin í landinu á meðan?
Númer eitt í dag er að koma með raunhæfa lausn fyrir heimilin í landinu, það er ekki hægt að ætlast til að venjulegir borgarar þessa lands bíði endalaust og missi heimili sín á leiðinni. Fólk sem hefur unnið sína vinnu allt sitt líf og staðið við sitt á ekki að þurfa að standa í dag og hræðast heimilismissi. Að ganga út frá því í hugmyndavinnu sinni að fólk missi heimili sín og verði gjaldþrota virkar á mig sem ráðaleysi af hálfu stjórnvalda. Einhverskonar óstjórn að vissu leyti og er það alveg á hreinu að ef fólk ynni svona í stjórnum fyrirtækja væri það rekið á staðnum.
Að mínu mati er raunhæft að reyna að koma með persónulegar lausnir á vandanum, lausn sem er sniðin að hverjum og einum. Það er í raun ekki hægt að setja upp eitthvað módel um að allir með x skuldir fái x niðurfellingu, því margir aðrir þættir spila inn í hjá hverju og einum.
Manneskja sem skuldar 10 milljónir í húsnæðislán getur verið í góðum málum á meðan önnur getur verið að missa allt með sömu skuld. Fólk hefur verið að miss yfirvinnu á vinnustöðum sem fyrir marga er lífsnauðsynleg þegar kemur að útgjöldum heimilisins þar sem dagvinnulaun eru oftast það lág að ekki er hægt að lifa af dagvinnu einni saman. En aðrir hafa misst vinnuhlutfall í ofanálag og eru kannski komnir niður í 80-90 % vinnu sem bætir stöðuna alls ekki og svo eru þeir sem hafa misst vinnuna og eru virkilega farnir að finna fyrir að ekki er hægt að ná endum saman fjárhagslega. Hvernig á að vera hægt að setja upp lausnarmódel sem tekur bara á einhverjum vissum þáttum yfir heildina? Það er hægt að setja inn almennar reglur í sambandi við gjaldþrot og þvíumlíkt sem ganga yfir alla, en það hlýtur að verða að taka á vanda hvers og eins í sambandi við skuldir heimilisins eins persónulega og hægt er. Hvernig á annars að vera hægt að aðstoða fólk svo það missi ekki heimili sín? Mér er spurn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009
Eigum við okkur framtíð?
Eftir hrun bankana í október síðastliðnum höfum við sem búum hér í þessu landi þurft að taka margt til endurskoðunar. Spurningar sem hafa vaknað hjá mér persónulega eru til dæmis:
Hvers vegna voru gildin sem okkur voru kennd s.s heiðarleiki, réttlæti og styrkur ekki í
hávegum höfð?
Hvar töpuðum við sjálfsmynd okkar sem þjóð og fórum að eltast við hluti sem gera líf okkar ekki betra?
Hversvegna hefur ekki verið fyrirtækja og atvinuuppbygging í landinu svo um munar síðustu 20 árin?
Hversvegna höfum við ekki nýtt betur okkar eigið hugmynda og hugvitsfólk í þeirri uppbyggingu?
Hvað fór úrskeiðis?
Þessar spurningar og margar fleiri hafa flögrað um í höfðinu á mér eftir því sem tíminn líður og staðreyndin um það að landið sé komið á vonarvöl verður skýrari og skýrari.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að núna er tímapunkturinn þar sem við verðum að segja: nú eða aldrei annað hvort notum við þetta hrun til jákvæðrar framtíðaruppbyggingar fyrir landið í heild eða hjólum í sama farinu um ókomin ár.
Við eigum svo margt hér í þessu landi sem hægt er að virkja og þá á ég ekki bara við vatn.
Við verðum að horfa fram á veginn og nýta alla þá möguleika sem til staðar eru, að fara í áframhaldandi stóriðju á núverandi tímapunkti er aðeins hægt að kalla endanlegt hugvitslegt gjaldþrot af hálfu stjórnvalda.
Það lýsir líka vanhugsun gagnvart þjóðinni í landinu. Við eigum mjög vel menntað fólk og við eigum hugmyndaríkt og úrræðagott fólk, hvers vegna virkjum við það ekki? Á Íslandi eru nú þegar fyrirtæki í hinum ýmsu geirum sem með smá aðhaldi og stuðningi af hálfu stjórnvalda gætu gert mun meira en þau gera í dag. Við getum byggt miklu meira upp hvað varðar ferðaþjónustu, matvælaiðnað, húsgögn, fatnað, tækni, hugvit, náttúrulyf og krem.
Við þurfum núna að fara í þá grunnvinnu sem hefði átt að vera búið að fara í fyrir löngu síðan til uppbyggingar heilsusamlegrar flóru fyrirtækja í landinu.
Við eigum nú þegar stuðningsbatterí sem er hægt að draga markvisst inn í þá vinnu, en það eru allir sjóðirnir okkar og atvinnuþróunarfélög víðsvegar um landið. Einnig eigum við útflutningsráð sem væri hægt að nýta betur í kynningastarfi á íslenskum fyrirtækjum og vörum erlendis. Eins og staðan er í dag þurfum við að virkja mannvit okkar og auð og nýta markvisst okkur til framdráttar og uppbyggingar.
Við þurfum að gera það áhugavert fyrir íslensk fyrirtæki að framleiða sína vöru innanlands til útflutnings, þannig getum við hægt og rólega byggt upp peningaflæði inn í landið sem við þurfum svo mjög á að halda.
Við þurfumað sýna það og sanna að í okkur býr dugur til að takast á við framtíðina á ábyrgan og raunhæfan hátt.
Til þess verðum við að geta gert skammtíma og langtímaáætlanir sem starfa hlið við hlið í þjóðfélaginu. Í dag er ekki staðan þar sem við getum hoppað yfir girðinguna þar sem hún er lægst og vonað að þetta reddist. Í dag verðum við að sýna kjark til að hugsa óhefðbundið þegar kemur að lausnum, því það er ekkert hefðbundið við þá stöðu sem við erum í sem land og þjóð.
Bloggar | Breytt 21.5.2009 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)