5.1.2010
Á dauða mínum átti ég von....
Ég verð alveg að viðurkenna að ég hafði ekki á nokkurn hátt gengið út frá að Forseti Íslands myndi synja Icesave lögunum.
Ég átti von á því að enn einu sinni yrði ekki staðið upp fyrir þessa þjóð. Það hefur ekki verið gert frá byrjun hruns og hefur hingað til verið talað fyrir daufum eyrum þegar það hefur borið á góma.
Í dag stóð Forsetinn upp og má hann eiga heiður og virðingu fyrir það.
Við höfum staðið í erfiðum málum áður og getum það líka núna. Okkar innra kerfi virkar ennþá sem er óvenjulegt í kreppuástandi.
Það er ennþá lagalegur vafi, þann vafa eigum við að nýta okkur.
Við eigum og okkur ber skylda til að sameinast um þetta mál eins og öll önnur stór og erfið mál sem eru í gangi í samfélaginu í dag.
Við erum lítið land og í því felast tækifæri.
Í dag finnst mér við vera á réttri leið.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1
Til hamingju Ísland.
Offari, 5.1.2010 kl. 11:59
Já til hamingju með daginn. Loksins var hlustað á þjóðina. Allir hinir (fjórflokkarnir) nenntu ekkert að hlusta á þjóðina nema rétt á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, um leið og einhver völd voru í boði, þá gleymdist þjóðin. Að mínu mati er ekki hægt að kjósa um neitt boðlegt á sviði flokkspólitíkur, enda þeir allir búnir að sanna að þetta sé allt sama tóbakið. En hérna fær þjóðin að ráða, ekki einhver pólitík sem er svo gjörspillt að það hálfa væri nóg.
S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.