Icesave enn og aftur

Það er athyglisvert að horfa á það hvernig allt snýst nú upp í flokkslínur um leið og Forsetinn hefur ákveðið að taka sér umhugsunartíma um málið. Á báða bóga ganga ásakanir og bull. Spunameistarar á báða bóga fara mikinn um óheilindi þeirra sem er í hinu "liðinu".

Hvort að þetta sé allt leikaraskapur og Forsetinn hafi alltaf ætlað að skrifa undir er ekki gott að segja og ekki mitt hlutverk.

Ef hann skrifar ekki undir og Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, mun það versta sem gerist vera það að við höfum samþykkt upprunalegan samning með upprunalegum fyrirvörum Alþingis. Verra er það ekki.

Það yrði ansi erfitt fyrir Breta og Hollendinga að fara að þvinga þann samning út af borðinu. Hvers vegna ? jú vegna þess að þetta hefur tekið meira en heilt ár, samningurinn hefur fengið mikla umfjöllun og þegar hann var samþykktur inn á þingi í sumar þá var það með ágætis samvinnu að baki á milli allra flokka.

Í raun hefði málið átt að vera dautt þarna. Hvernig geta Bretar og Hollendingar ætlast til að Alþingi annarrar þjóðar fari að snúa öllu á hvolf bara af því að þeir eru ekki alveg að fíla þetta.

Að mínu mati snýst Icesave ekki um hvort það eigi að borga eða ekki. Reyndar er það ennþá vafaatriði en fyrst ekki var farið fyrir dómstóla í byrjun þá er ansi erfitt að ætla að gera það núna.

Það snýst um heiður þjóðar sem gerði ekkert af sér annað en að vinna, lifa og sofa. Þetta snýst um að nokkrir aðilar fengu að leika lausum hala í fjármálaheiminum og eru þeir nú svo heppnir að geta skilið skuldina eftir hjá okkur vegna grandvaraleysis eftirlitsbatterísins í heild.

Þetta snýst um réttlæti til handa okkur sem vorum ekki að flippa út í viðskiptum og milljarða tölum en sitjum nú uppi með forsendubrestinn og kjaraskerðinguna um ókomin ár. Þetta snýst um a samningar þeir sem nú á að demba á okkur sé þannig úr garði gerðir að við sem þjóð þurfum ekki að kveðja velferðarkerfið endanlega.

Þetta snýst um hryðjuverkalög á eina af fáum þjóðum heims sem er ekki einu sinni með her. Þetta snýst um að þjóðinni finnist  að stjórnmálamenn okkar séu algerlega ótengdir þjóðinni og hafa ekki staðið upp fyrir okkur.

Öll mál í þjóðfélaginu eru samtvinnuð í dag, það er ekki hægt að gera eitt og sleppa öðru. Það er heldur ekki viðeigandi að þjóðin fái það á tilfinninguna að flokkarnir skipti meira máli en almannaheill.

Það er nokkuð ljóst eftir þetta ár að Utanþingsstjórn er  málið, reyndar bara einhver stjórn þar sem flokkarnir fá ekki að gera sömu vitleysurnar aftur og aftur. þar sem flokkarnir geta ekki haldið áfram valdabaráttu og skotgrafarhernaði á báða bóga.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Frábær pistill hjá þér, einlægur og sannur.

Halla Rut , 2.1.2010 kl. 23:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu og mikið góð færsla hjá þér að venju Ásta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband