19.1.2010
Er ekki komið nóg?
Ég hef sagt það áður og segi enn. Það er ekki hægt að leysa vandamálin sem við stöndum frammi fyrir með sömu aðferðum og komu okkur í þau.
Þetta er alveg lýsandi dæmi fyrir hugmyndafræðilegt gjaldþrot þeirra sem eiga með þessi mál að fara. Það er eins og það sé verið að "láta" sem fjármálakerfið virki ennþá. Það er eins og við eigum að trúa því að allt sé bara ok í þeim málum.
Bankarnir bjóða fólki að breyta lánum sínum, en reikna þau út frá upphæð dagsins í dag. Þannig erum við búin að taka á okkur kjarabrestinn um ókomna tíð. Þar láta þeir eins og ekkert hafi gerst. Þegar kemur að útlánum aftur á móti þá er greinilegt að hér hefur orðið hrun.
Fyrirtæki eru tekin yfir og nýtt stofnfé lagt til sem er yfirleitt einhver hluti af öðru yfirskuldsettu fyrirtæki. Þetta er bara leikur að tölum og ekkert annað.
Svona vinnubrögð finnst mér vera óábyrg í meira lagi og ekkert annað.
Veð í sundlaug stofnfé Sjóvár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það sorglega við þetta er að þetta er betra veð en Davíð Oddsson tók fyrir Seðlabankann
Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.