Þetta kemur okkur öllum við

Það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag skiptir okkur öll máli og kemur okkur öllum við. Sumir eru svo heppnir að vera ekki að missa húsnæði sitt eða bíl, en það fríar þá ekki í því að sýna samstöðu með þeim sem eru að missa allt sitt.

Flestir sem eru í vandræðum með lán sín í dag er venjulegt fólk sem gerði ekkert af sér annað en að borða, sofa og vinna. Flest þetta fólk var með lán sem það réði við, meira að segja með gengishækkun og annarri "eðlilegri" kjaraskerðingu sem hefði getað komið upp.

Það ráða fáir við þann algera forsendubrest sem hefur orðið eftir að allt hrundi. Það ráða fáir við að halda sínu á þurru eftir að gengið er orðið eins og það er.

Við þurfum kannski að fara að viðurkenna þá dapurlegu staðreynd, að núna, ári eftir hrun erum við almenningur í raun ennþá í sömu sporum. Úrræði sem okkur eru boðin af fjármálastofnunum eru ekkert annað en tímabundinn frestur og síðan áralöng lenging á hengingarólinni. Okkur eru boðin úrræði þar sem við, almenningur, tökum á okkur kjarabrestinn sem varð í hruninu um alla framtíð.

Á meðan eru afskrifir til hægri og vinstri fyrir réttu Jónana, fyrirtæki eru tekin yfir með hlutafé á brauðfótum og allt er þetta gert án þess að við lyftum fingri til að stoppa það. Dólgarnir sem komu landinu í þetta ástand valsa um í London eða Lux og lifa sínu lífi eins og ekkert hafi í skorist.

Við almenningur erum að horfa á leifarnar af velferðakerfinu okkar reitast í burtu. Það sem byrjaði, að okkur fannst, sem blóðugur niðurskurður á þessu ári, mun bara halda áfram næstu árin.

Hvernig getum við réttlætt fyrir sjálfum okkur að mæta ekki á svona fundi? Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir sjálfum okkur að við stóðum ekki upp þegar við gátum það ? Hvernig ætlum við að réttlæta að við sýndum ekki samstöðu og gerðum það sem við gátum til að viðhalda velferðakerfinu og fá leiðréttingu á skuldum ?  

 

 


mbl.is 200-300 á útifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið sem kusuð gátuð ráði þessu þið kusuð vitlaust..held það hefði verið nær að kjósa Astþór magnússon hann hefði allavegna gert enhvað! hann skortir ekki kjark

jon hjálpar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sammála þér Ásta

Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ásta þú segir nokkuð. Ætli geti verið að fólk sé búið að missa trú á mótmælafundum. Búsáhaldabyltingin át börnin sín á mettíma og hvað gera menn þá.? Að mínu mati var það bara til bölvunar að knýja fram ótímabærar kosningar eins og gerðist með þeim látum síðastliðið vor. Hverjir græddu á því? Jú VG sem er núna algerlega í klessu með villuráfandi þingmenn nema Ögmund og svo Borgarahreyfingin sem er strax búin að skipta um nafn , splundra þingmannahópnum , týna flokksmönnunum og klúðra hægri og vinstri. Eins og sjá má er ég hundfúl því þeir ruddu út Frjálslynda flokknum og eyðilögðu tiltrú fólks á smáflokkum. Ég held að lítil framboð eigi ekki séns framar. Guð hjálpi þér Jón hjálpar  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.1.2010 kl. 22:03

4 identicon

Sæl Ásta.

Það er allveg útséð um það að Ríkistjórnin verður að kúvenda í ÖLLU sem að hún er að gera og hefur gert , annars fer illa .

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 22:07

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þórarinn. Við verðum að standa saman um að hjálpa henni við kúvendinguna. Verkefnið er risavaxið og ekki á valdi fárra. Þurfum að leiða fólki það fyrir sjónir hvað er verið að plata, ljúga og pretta sumt heiðarlegt og velmeinandi fólk þar og meira að segja af sumum þar. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 23:10

6 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæl Kolla, já þessar kosningar voru alveg a röngum tím og of fljótt. Almenningu var ennþá í sjokki eftir hrunið og að mínu mati voru fáir í standi til að taka yfirvegaða ákvörðun um hvað átti að kjósa. Svo var bara hamrað á frösum eins og Allt lagast í ESB, Skjaldborg, Norrænt Velferðarkerfi o.s.fr.

Það hefði átt að setja þjóðstjórn og bíða með þetta kosningarugl.

Þið hin ég verð að segja að við sem búum í þessu landi erum kannski lítil þjóð en þegar við tökum okkur til þá heyrist hátt og vel í okkur hvort sem er hér innanlands eða utan. Við verðum að halda áfram að berjast fyrir réttlæti okkur til handa, því eitt er víst að þingmenn, ráðherrar og bankamenn munu ekki gera það.

Ásta Hafberg S., 24.1.2010 kl. 06:46

7 identicon

Sæl Ásta.

það er GIGANÍSKT átak að hrófla við undirheimum þjóðfélagsins sem eru hinir raunverulegu" STJÓRNENDUR "eins og það hefur verið og er enn.

Ég hef trú á að þetta muni breytast, en með hvaða hætti, sé ég ekki í augnablikinu.

En við skulum hafa  ÞOLGÆÐI

OG GEYSAST FRAM Á RÉTTUM TÍMAPUNKTI,

ÁÐUR EN ÞEIM (STJÓRNMÁLAMÖNNUM ) TEKST AÐ TORTÍMA ÞJÓÐINNI !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband