26.1.2010
Ofbýður með kaffinu
Á Íslandi getur maður vaknað á hverjum degi, hellt upp á kaffi opnað einhvern fréttavef og manni ofbýður.
Það hefur verið nýr leikvöllur í gangi fyrir stóra stráka sem fengu greinilega ekki lengur neitt kikk út úr að kaupa stóra jeppa. Leikvöllurinn þeirra var efnahagskerfi Íslands.
Fyrirgefið fólk en það er greinilegt að þeir verða ekki stoppaðir, dæmdir eða settir inn nema VIÐ þjóðin krefjumst þess. Hvernig væri nú að við færum að taka okkur saman í andlitinu og verja okkur sjálf.
Úrræði sem okkur eru boðin vegna leikja strákana með fjármálakerfið eru hjákátleg og á meðan valsa þeir um eins og ekkert hafi í skorist.
Nóg er nóg og mér finnst löngu vera komið meira en nóg.
Það eru ýmis þverpólitísk samtök sem starfa í þjóðfélaginu í dag sem eru að reyna að vekja stjórnvöld og ráðamenn. Kynnið ykkur þau, mætið á Austurvöll á laugardögum og látið í ykkur heyra.
Öðruvísi mun ekkert gerast. Við sem almenningur í þessu landi höfum ekki efni á að gera ekki neitt.
Glitnir mokaði fé í Fons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vá hvað eg er sammála þer gæti ekki orðað þetta betur ..Nema eg vill að við sjáum um refsinguna á þeim sjálf .þvi það er nú bara þannig 'Asta að þessir menn eiga stjórnvöld eða áttu stjórnvöld...ef þeir verða setir i fangelsi þá flettist ofan af mörgum spilltum þing og stjórnmála mönnum..þvi miður eina leiðin sem eg sé i dag er að taka lögin i sínar hendur þvi ekki gerir Ríkisvaldið það. Er buin að vera að hugsa hvernig maður getur hemt sýn því eg er buin að fá nóg!! og löngu!! buin að missa trú á þessu RUSL réttarkerfi okkar..vitna i vísuna góðu..
Steluru lágt og stendur lágt í steini setur verður,steluru hátt og stendur hátt i stjórnarráðið ferðu..
Mer er hugsað til skap ofsa eins og hann kallast en eg vil ganga miklu lengra en skveta málningu á hús og bíla..
en ef eg geri ekkert ..og þessir menn ganga lausir þá mun eg gera allt í mínu valdi til að stela af skatti og svindla á kerfinu...spurning að koma fölsuðum seðlum i gang það er bein árás á ríkið...eg er VIRKILEGA REIÐUR!! og eg mun ekki róast þar til réttlætið sigrar..annars eru þetta skýr skilaboð til okkar þjóðarinnar,sjá vísuna að ofan
jon hjálpar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 07:59
Allt á blússandi velgengni örfáum vikum fyrir stóra hrun Kópípeistað úr Vísi, 15. ágú. 2008 """"IceFons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í land, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni .
Heimildir Vísis herma að hópur fjárfesta, þar á meðal Stoðir, áður FL Group, hafi keypt hlut Fons í Iceland og hinum félögunum og að þau kaup séu fjármögnuð með hjálp frá Landsbankanum, Glitni og Kaupþing.
Ekki náðist í Pálma Haraldsson eða Jóhannes Kristinsson en ljóst er að Fons er, eftir þessi viðskipti, eitt öflugasta fjárfestingafélag á Íslandi. Heimildir Vísis herma að Fons muni í auknu mæli einbeita sér að flugrekstri á næstu misserum."""
Hörður Halldórsson, 26.1.2010 kl. 08:03
Við eigum að fá leiðréttan og niðurfelldan þann hluta af húsnæðisskuld okkar sem kom til vegna þessa hardsvíruðu viðskipta. Og þá meina ég niðurfellingu! Ekki eitthvað plat frá bönkunum sem hækka svo bara vextina á láninu í staðinn sem gerir það að verkum af afborganir verða hærri en fyrir niðurfellingu. Ég vil fá þessa niðurfellingu strax! Annars verður okkur að mæta!!! Eða hvað??
assa (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 08:15
Ég vill fá þessa snillinga til að semja um skuldir Íslands ! þetta er dásamlegt ! ROFL maður dáist að þvílíkri viðskipta"snilld", þeir hafa rænt og ruplað og ganga um frjálsir ferða sinna, Ísland, heimskasta land í heimi ! ætli maður sé of seinn að taka lán með veði í 3.2 milljón króna mynkörfulánsskuld sem var 1900þús upphaflega, hmmmmm
Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 09:05
Islendingar eru og verða alltaf kúuð þjóð sama í hvaða formi það er og það er þess vegna sem þeir kunna ekki að mótmæla almennilega. Svo er einn galli á þjóðinni það sitja allri í sínu horni og skammast og rífast um hvernig þetta fór en svo vilja fáir gera einhvað í málinu, vilja halda andlitinu ekki sjást á svona fundum því þeir skammast sín fyrir að vera í svona stöðu. Ég kalla þetta minnimáttarkend. Kæmi niður í bæ að mótmæla ef ég væri ekki löngu farin af skerinu.
Gangi ykkur vel
Nafnlaus (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:44
Góður punktur nafnlaus, ég held að málið sem vantar í Íslendinga sé lýsi, við erum feiknardugleg að mótmæla, við erum heimsmeistarar í að mótmæla, en það er bara gert á netinu, þar mótamæla Íslendingar eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef mætt á nokkra mótmælafundi út af skuldastöðu heimilanna og Icesave, þar mæta kannski 300 manns af 320.000 manna þjóð ... Íslendingar eru upp til hópa bleyður, gungur og aumingjar og ríkisvaldið og fjórflokkarnir eru þar fremstir í flokki.
Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 16:51
Og þessi svokallaða "búsáhaldabylting" var hallarbylting Vinstri Grænna þar sem þeir fengu unga saklausa Íslendinga með sér í lið til að rústa og kveikja í svo upp úr sauð, ekki að ég sé ósáttur við það, ég varð ógeðslega feginn en ég vildi fá utanþingsstjórn, ekki sömu apaheilana hinumegin við borðið. Spáðu í því að formenn ríkisstjórnarinnar eru með um og yfir 30 ára þingsetu, þetta er með öllu fáránlegt.
Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 16:59
Ég er ekki einn af þeim sem bara sitja heima og blogga fylgið með þegar á reynir það er þægilegt að finna samkenndina á móti spillingunni og reyna að láta réttlætið vinna. Þegar búsáhaldabyltingin var sem hæst stóð ég í þeirri von að við fengjum nýtt stjórnkerfi en sú von brást algerlega þessi stjórn sem er við völd er gerspillt láng flestir fylgja ekki sannfæringu sinni heldur láta leiða sig af græðgi og peningaöflunum.
Sigurður Haraldsson, 26.1.2010 kl. 19:23
Til að undirstrika vilja minn til réttlætis þá er ekki allt í rúst heimafyrir hjá mér það er ástandið aðgerðaleysið og óréttlætið sem mér ofbíður. Starf mitt síðasta áratuginn er ekki fólgið í því að mótmæla heldur að standa vörð um réttlætið og það ætla ég mér að gera hvað sem það kostar.
Sigurður Haraldsson, 26.1.2010 kl. 19:27
that really the only reason? Obviously, having such a large part of the legislation already in place does play a big role, but the advantages an Icelandic and Norwegian EU membership would bring to the EU probably play an even bigger role. The banking sector on Iceland lays in ruins today and the island is virtually bankrupt, but it's not like the country has become an underdeveloped country, or would become in the near future. Chances are it would become a net payer to the EU within a relatively short period, certainly when compared to countries like, say, Bulgaria, Croatia, or… well, even Spain or Portugal.
Marry
cisco dumps
USA
marrydavidson34 (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.