Gjaldþrota hugmyndafræði

Það hefur sýnt sig að hin hefðbundna flokksstjórn ræður ekki við ástandið sem þarf að leiðrétta á fagmannlegan og skipulegan hátt.

Að mínu mati skiptir ekki neinu máli hver er í stjórn eða stjórnarandstöðu í dag svo lengi sem enginn samstaða næst um mikilvæg málefni í þjóðfélaginu í dag.

Mér finnst undarlegt að fólkið innan flokka sem komst á þing í apríl síðastliðnum skuli halda að það sé hægt að laga það sem fór miður í þjóðfélaginu án þess að taka breytingum sjálft. Það er skrýtið að það skuli ekki verið farið markvisst í SAMVINNU á milli allra flokka á þingi. Hver segir að stjórn og andstaða sé eina leiðin? Það hefur allavega sýnt sig að þetta er ekki leiðin sem er að virka í dag.

Persónulega óska ég eftir því að flokkarnir setji sjálfa sig í svona 5. sæti og þjóðina og hag hennar í öll sæti fyrir ofan það.

Ég óska eftir að fagmannleg vinnubrögð verði viðhöfð og hagur okkar sem verðum að bera byrðar þessa hruns hafður í fyrirrúmi.

Ég veit að það er borin von þar sem þetta stjórnsýslu kerfi virðist vera bæði blint og heyrnarlaust með öllu.

Í dag er von mín sú að hér verði stjórnarslit og upp úr því verði sett á þjóðstjórn eða einhverskonar neyðarstjórn. Ég var reyndar að vonast eftir því líka þegar búsáhaldabyltingin varð, en okkur þjóðinni var ekki gefin sá kostur, heldur vorum við keyrð inn í kosningar á tímapunkti þar sem flestir voru ennþá í sjokki eftir hrunið. Þar réðu að mínu mati framapot og hagsmunir þeirra flokka sem sáu sér færi á að komast í stjórn af því að hinir flokkarnir höfðu verið svo "vondir".

Þegar á að kjósa á milli pestar og kóleru skiptir litlu máli hvort maður fær. Það finnst mér vera staðan í dag. Það viðrist ekki skipta máli hvort stjórnin okkar er hægri eða vinstri sinnuð, þær eru um það bil jafn vanhæfar í því að takast á við vandann sem við stöndum frammi fyrir.

Að mínu mati er flokkakerfið í núverandi mynd barn síns tíma, úrelt og byggist á gjaldþrota hugmyndafræði.

 


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern veginn svona myndi ég vilja orða þetta ástand líka. Mín skýring á þessari ógæfu okkar er að nú sé jafnvel svo komið að til þess að stjórnvöld nái áttum þurfi að byrja á því að hreinsa út úr embættismannakerfinu og sótthreinsa á eftir í svona viku það minnsta.

Árni Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég sammála þér Ásta.  Gaman að hitta þig á Austurvelli síðasta laugardag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband