Ræðan sem ég hélt á Austurvelli 13.02.10

Góðir Fundargestir,
Við reynum nú með öllum ráðum að vekja stjórnmálamenn af svefninum langa.
Það er ánægja að sjá ykkur öll hér og ég veit að landsbyggðin er með okkur í anda.
Þeir sem hafa flúið land eru líka með okkar í anda. Vita hvað við erum að takast á við.
Það er nú liðið rúmt ár frá hruni bankana og við erum ennþá að berjast fyrir heimilinum okkar og réttlátum lausnum.
Sú barátta ein og sér væri alveg nóg fyrir hvaða þjóð sem er.
Það er ekki nóg að við berjumst fyrir heimilum okkar.
Við erum líka að berjast við spillt stjórnmálakerfi spillingu banka fjármálafyrirtækja og viljaleysi þeirra í okkar málefnum.
Hvenær eigum við íslendingar að geta litið bjartan dag eftir þetta allt.
Lausnir stjórnvalda felast í því að afskrifa tugmilljarða skuldir útrásardólga og rétta þeim fyrirtæki sín AFTUR á silfurfati.
Á meðan er gengið hart að heimilum okkar og fólk borið út úr eignum sínum.
Fjölskyldur á Íslandi eru í upplausn.
Bankarnir heimta sitt og ráðamenn þegja þunnu hljóði.
Töfralasunir þeirra eru ónothæfar og lengja bara í hengingarólinni.
Það erum NEFNILEGA VIÐ…. sem eigum að borga ballið fyrir útrásardólga.
Hér virðist verðtrygging á lán vera náttúrulögmál.
Skuldir okkar hækka á meðan við sofum og við vöknum við OKURVEXTI DRÁTTARVEXTI OG HIMINHÁA STÝRIVEXTI.
Það er fokdýrt að anda að sér íslensku tæru fjallalofti.
Til að bæta gráu ofan á svart týndist Nýja Ísland í spillingarþokunni og hefur ekkert til þess spurst síðan.
Fullyrðingar um gegnsæi, réttlæti og allt upp á borðið eru farnar að skera í eyrun.
Réttlætið á Íslandi er bara til fyrir vissan hóp af fólki og gegnsæið er eins ógagnsætt og svartnætti.
Ráðleysi stjórnvalda er æpandi nú þegar þau væla í fjölmiðlum um að þau ráði ekki bönkunum.
Hver ræður þá bönkunum ?
Mánuðum saman hafa dunið yfir okkur fréttir af spillingu og siðleysi í fjármálakerfinu.
Nú síðast þær fréttir, að bankarnir hamist við að afskrifa tugmilljarða skuldir útrásardólga.
Að sömu menn og keyrðu allt í kaf fái fyrirtæki upp í hendurnar eins og enginn sé morgunndagurinn.
Á sama tíma á að kreista síðustu krónuna út úr hinum almenna launþega.
Hækkun skatta, niðurskurð velferðakerfis, atvinnuleysi og heimilismissi.
Þessi mynd er í besta falli verulega ógeðfelld og óréttlát.
Landflótti er ein af afleiðingum úrræðaleysis stjórnarmanna.
Hver á að borga ef við förum úr landi.
Einhver góður maður sagði að best væri að við færum öll úr landi og skildum ríkisstjórnina eftir.
Ég segi fara úr landi því flótti úr landi er eins og samasemmerki við aumingjaskap.
Sem það er ekki.
Að fara úr landi er vissulega valkostur fyrir marga.
Íslenskur almenningur er orðin dofinn af þessu öllu og flestir löngu komnir með upp í kok.
Stjórnvöld verða að fara í niðurfellingu skulda heimila.
Við sem ætlum að þrauka hér á landi eigum rétt á því að stjórnvöld síni vilja sinn í verki.
Að okkur sé gefinn kostur á því að halda heimilum okkar.
Að okkur sé sýnd virðing.
Virðing. Því það erum við sem erum að ala upp næstu kynslóð Íslendinga.
Það skrítið þjóðfélag þegar stjórnvöld HUNDSA ALMENNING.
Það er skrítið þjóðfélag þegar verkalýðsforystan er hætt að vinna fyrir okkur.
Það er skrítið þjóðfélag þar sem félagsleg áhrif kreppunnar eru hundsuð.
Og það er stórskrítið þjóðfélag þegar æðstu ráðamenn láta ekki svo lítið að tala við okkur.
En það eru líka stór tækifæri í hruninu.
Okkur var gefið tækifæri til að smíða réttlátara og heilbrigðara þjóðfélag úr rústum hrunsins.
Tækifæri til að endurskoða og endurskipuleggja stjórnarkerfið, fjármálakerfið og velferðakerfið.
Tækifæri til óhefðbundinna lausna.
Til þess þurfti kjark og þor.
Við gengum til kosninga með von um að svo yrði.
Það voru okkar stærstu mistök.

Ári síðar sitjum við ennþá uppi með kerfi og spillingu sem ætlar ekki að láta hnika sér.
Flokkarnir hafa brugðist okkur.
Þeir hafa sýnt og sannað að skotgrafir eru þeim mikilvægari en samvinna.
Þeir hafa sýnt að þeir eru tímaskekkja.
Verkalýðshreyfingin hefur brugðist.
Hún hefur engann veginn staðið upp fyrir launþega.
Lausnir okkur til handa komu of seint og dugðu engan veginn.
Samt berja ráðamenn sér á brjóst og monta sig af aðgerðum í þágu heimilanna.
Bankarnir, ja þeir fá bara að gera hlutina á sama hátt og vanalega á okkar kostnað.
Þó það sé verið að dæma þá nú fyrir kolólöglega gjörninga.
Var þetta það sem við börðumst fyrir fyrir ári síðan?
Erum við virkilega bara viljalaus verkfæri í höndum óhæfra stjórnmálamanna, opinberra starfsmanna og spilltra útrásardólga ?
Hvernig ætlum við að lifa við þá staðreynd að nú er liðið eitt ár frá hruni og lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir okkur sem þjóð.
Hvernig ætlum við að réttlæta það fyrir sjálfum okkur að hafa ráðið til starfa fólk sem ekki uppfyllir þær kröfur sem sem þarf til að endurreisa Ísland.
Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir komandi kynslóðum að þegar Ísland brann til grunna leyfðum því að gerast.
Hver á þá að bjarga okkur ?
Það erum við sjálf sem verðum að gera það með góðu eða illu.
Við höfum engu að tapa.
Já góða fólk við verðum að taka ráðin í okkar hendur.
Því það er augljóst að ekki er tekið mark á okkur.
Það er okkar verk að moka flórinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka fyrir góða og vel flutta ræðu í dag.

Árni Gunnarsson, 13.2.2010 kl. 19:40

2 identicon

Þú varst sjálfri þér til sóma í dag mín kæra :) Góð ræða og vel flutt

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 20:03

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Fín ræða hjá þér. Efast ekki um að hún hefur fallið í góðan jarðveg. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.2.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Synd að hafa ekki verið viðstödd

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband