Tímaeyðsla á báða bóga

Ég man eftir því svona rétt um síðustu kosningar að hafa bloggað um að ESB umsókn og aðild myndi ekki "bjarga" ástandinu á Íslandi, og til þess að komast á réttan kjöl yrðum við að leggjast á eitt og vinna heimavinnuna okkar. Byggja upp okkar þjóðfélag og efnahag á eigin forsendum.

Ég stend ennþá fullkomlega við það. Ég tel að það hafi líka sýnt sig síðasta árið að ekkert af því sem átti að lagast við umsókn í ESB hafi gert það.

Ég tel það vera fásinnu að ætla í aðildarviðræður sem eru bæði kostnaðarsamar og erfiðar ofan í þá kreppu sem er á Íslandi. Þetta virkar svona eins og þegar fólk er að flytja til að fá breytingar í lífinu en gleymir því að það flytur með sjálft sig í farteskinu og það sjálft hefur ekki breyst. Þannig að vandamál sem voru til staðar áður en flutt var koma upp á yfirborðið skömmu eftir flutninga.

Við flýjum ekki vandamálin sem við stöndum frammi fyrir með því að ganga í ESB. Við lögum þau heldur ekki neitt, því VIÐ þurfum að breyta okkar þjóðfélagi og efnahag hér heimafyrir. Við þurfum að vinna saman og sem einn maður því annars gengur þetta bara ekki upp.

Þetta er líka tímaeyðsla fyrir ESB. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB. Hvers vegna ætti að vera að eyða púðri í aðildarviðræður sem verða að öllum líkindum felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þó er varnagli í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu því hún er jú bara ráðgefandi, svo í raun gætu stjórnvöld hundsað hana og samþykkt aðildina.

Að mínu mati alger tímaeyðsla miðað við ástandið í okkar þjóðfélagi í dag.

 


mbl.is Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband