9.4.2010
Engin svartsýni
Ekki þykir mér Ingibjörg vera neitt svartsýn í þessu máli. Það er enginn grundvöllur fyrir þessari ESB umsókn akkúrat á þessum tímapunkti í sögu lýðveldisins.
Engum hefur ekki verið kynnt neitt um ESB á hlutlausan og faglegan hátt. Bara alls ekki neitt. Þó er hægt að nálgast flest gögn á netinu eða í gegnum upplýsingaskrifstofur um málefni ESB.
Meira að segja gætum við gert okkur vel í hugarlund hvernig samning við fengjum við ESB með því að skoða samninga annarra landa. En nei hér á að fara í kostnaðarsamar aðildarviðræður sem munu enda í RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hefði ekki verið nær að taka þjóðaratkvæðagreiðslu á þetta frá byrjun og spara okkur þennan haug af peningum sem fer í umsóknarferlið?
Ekkert af því sem Samfylkingin básúnaði að myndi lagast bara við að sækja um hefur staðist. O jú reyndar er Evran að veikjast og þar af leiðandi krónan að styrkjast, en það hefur mun meira með ástandið innan ESB að gera heldur en að einhver ofurtrú sé allt í einu á krónunni.
Mér þykir Jóhanna sýna eindæma dómgreindarleysi gagnvart umsókninni að ESB og vera frekar mikið úr takti við þjóðarsálina.
Ingibjörg Sólrún of svartsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sauður kallar ketti heimska....
Nornin er útrunnið fyrirbæri fundið upp í kommúnisma.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:00
Það eru litlar líkur á að hlutlau og fagleg kynning muni eiga sér stað. ESB sinnar munu halda á lofti því sem gott getur talist og við ESB andstæðingar því sem slæmt er. Það er ljóst að aðildin hefur bæði kosti og galla.
Hitt geta flestir verið sammála um, hvort sem þeir eru með eða á móti inngöngu, að við þær aðstæður sem við búum núna er út í hött að vera að eyða fjármagni í þessa umsókn. Það er líka ljóst að samningsstaða okkar getur ekki verið verri en nú. Því á að draga umsóknina til baka strax.
Gunnar Heiðarsson, 9.4.2010 kl. 14:22
Ingibjörg Sólrún er ekkert svartsýn, bara raunsæ um óþarfa bruðl á síðustu og verstu tímum. Jóhanna er án vava dugmikil og snjöll, en hún er úti að aka í ESB málinu og Steini situr í afursætinu og rígheldur í ráðherrastólinn, þess vegna þegir hann, kall greyið.
Ingolf (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 15:55
Byrjar þú með kommúnistafóbíuna Óskar.
Engin hugmyndafræði hefur stolið mennlegri reisn Íslendinga og gert heiðarlegum fjölskyldufeðrum lífið svo óbærilegt að þeir tóku það eigin hendi nema sú hugmyndafræði sem flýgst á við kommúnisman(sem reyndar er löngu horfinn)
Og við vitum öll að það er hugmyndafræði andskotans sem heit markaðshyggja.
Af sumum kölluð frjálshyggja og hefur verið notuð sem verkfæri sjálfstæðismanna til að flytja eigur þjóðarinnar til þeirra eigin flokksgæðinga.
Og þetta Óskar, er svo þinglýstur sannleikur á Íslandi að það er ekki talin þörf á því lengur að færa til hans dæmi eða rök.
Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.