Viljayfirlýsing stjórnvalda vegna endurskoðunnar AGS

Nú er viljayfirlýsing stjórnvalda vegna endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands komin inn á netið. Reyndar er hún á ensku en fróðleg engu að síður.

Ef ég er að skilja þetta rétt verða þær aðgerðir sem nú hefur verið farið í látnar standa, ekki verði farið í frekari aðgerðir til handa heimilunum og að þessum hluta verði lokið október 2010. 

Ég leyfði mér að setja inn hluta af kafla um aðgerðir til handa heimilanna sem er í þessari yfirlýsingu. Síðasta málsgreinin sló mig og hvet ég fólk til að lesa þennan kafla.

Private sector debt restructuring 18. The tools are being put into place to accelerate private sector debt restructuring. This should place viable firms and households on a sounder footing and support private sector demand:

 A comprehensive framework is being established for household debt restructuring:

 Information. All households have access to the Debt Advisory Services, which provides information and advice to individuals on restructuring options.

 Automatic measures. Households holding CPI-indexed mortgages are automatically placed into a generalized payment smoothing program to provide debt service relief for mortgages (but can opt out). A similar scheme exists for fx-denominated mortgages and auto loans, albeit on an opt-in basis.

 Voluntary workouts. All households can also seek a voluntary agreement with their lenders on a workout. Generalized guidelines have established eligibility and have specified criteria for debt write downs. Based on these guidelines, the banks and HFF have established their own frameworks for voluntary workouts.

 Court-assisted processes. If such measures prove insufficient, households have access to a court-supervised process covering residential mortgages, in which the court will decide a new payment mitigation scheme based on repayment capacity.

8

 To ensure that the framework functions smoothly, we intend to (i) provide debtors better access to information, advice, and mediation mechanisms in the context of voluntary workouts; (ii) extend eligibility to households and individuals not now covered by the schemes; and (iii) create incentives for financial institutions and debtors to expedite voluntary restructuring agreements. We propose that passage of legislation to strengthen the framework along these dimensions be a structural benchmark for end-June 2010.

We emphasize that with this refined framework in place, there will be no further extensions of the moratorium on foreclosures, and we will allow it to expire on schedule at end-October 2010.

Linkurinn á ýfirlýsinguna er hér: http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Letter_of_Intent_2nd_review_-_o.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er það vegna æðruleisi Islendinga sem fjórflokkurin  kemst upp með spillinguna eða er það vanmat almennings að þeir fara svona með manneskjur Islands ? uppræta hreiðrinn / ekki bara skipta um óværu / hvar eru óværu uppeldisstöðvar glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni/mistokum ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ? UPPRÆTA aumingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN flokkseigandafélögin / þínglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá   reglur dauðans aðhald viðurlög á manneskjurnar gráðugar breiskar

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta staðfestir það sem ég hef alltaf haldið um að fjöldagjaldþrot verða framkvæmd til að lagfæra skuldastöðuna.

Frestun uppboða er bara til að draga úr og þreyta niður andstöðu uns kjarninn er fluttur úr landi, þá er hægt að klára þetta án þess að óviðráðanleg uppþot verði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.4.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist þessi yfirlýsing gefa til kynna að við eigum að bera skaðann.  En málið er að nú höfum við Skýrsluna og hún sýnir okkur hvernig menn hreinlega tóku sig saman um að fella krónuna og þar með hagkerfið.  En þeir féllu svo sjálfir á eigin bragði.

Marinó G. Njálsson, 17.4.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er hreinlega staðfesting á því að EKKERT meira verði gert en nú liggur fyrir. Ísland..best í heimi ?

Haraldur Baldursson, 17.4.2010 kl. 23:57

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þorsteinn, þetta er rétt hjá þér því þannig hafa hlutirnir gengið fyrir sig annar staðar hjá AGS. Ég hélt að svona hámenntuð þjóð eins og við Íslendingar erum myndi sjá við þessu-ó nei.

Kæri Marinó, AGS ræður.

Haraldur, sammála þér.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.4.2010 kl. 00:21

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar Skúli, AGS lýsti því yfir á fundi með Hagsmunasamtökum heimilanna að bankarnir ættu að nota allan þann afslátt sem þeir hefðu fengið frá kröfuhöfum/gömlu bönkunum til þess að lækka höfuðstól lána, mæta töpuðum útlánum og greiða fyrir hærri fjármögnunarkostnað.

Marinó G. Njálsson, 18.4.2010 kl. 00:26

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæri Marinó, ég vona svo innilega að þú hafir rétt fyrir þér.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.4.2010 kl. 00:40

8 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Marinó, ég hef líka verið mikið í að kynna mér AGS og meðal annars setið fundi með þeim, ásamt Gunnnar Skúla og fleirum. Mitt mat er það að þarna á ferð eru "sweet talkers".

Ég tel að það sem stendur í þessari yfirlýsingu muni standa og heimilin muni taka skellinn. Því miður og ég vona svo innilega að þú hafir rétt fyrir þér.

Ásta Hafberg S., 18.4.2010 kl. 07:51

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Er ekki vandamálið hér að með þessum "refined framework in place" er ríkisstjórnin að gefa í skyn að allt hafi verið gert sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa heimilunum. Þess vegna verði ekki meira gert. Við vitum hins vegar betur og eins og Marínó bendir réttilega á þá voru fulltrúar AGS fullvissaðir um að nýta ætti allt svigrúm sem nýju einkabönkunum var gefið til að lækka höfðustól lána almennings. En hefur það verið gert með fullnægjandi hætti?

Hér er þess vegna ekki við AGS að sakast ef ég skil þetta rétt. Það er ríkisstjórnin sem er ekki að standa með stóru orðin. Hér er þess vegna mjög hættulegt ástand að skapast - enn og aftur vegna vanefnda eða fúsks stjórnvalda. Því miður.

Jón Baldur Lorange, 18.4.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband