Hvaða kosti hefur þjóðin ?

Nú er ég búin að fylgjast með þjóðfélagsmálum dag og nótt í næstum 3 ár og á þeim tíma hef ég að sjálfsögðu velt fyrir mér hvaða kosti íslenska þjóðin hefur til þess að snúa við stjórnar og efnahagskreppu landsins.
Þjóðinni hlýtur að vera orðið ljóst að því miður er fjórflokkurinn of tengdur inn í eiginhagsmuni fjármálkerfis og viðskiptalífs til þess að vera megnugur að breyta núverandi aðstæðum almenningi í vil.
Undanfarið hef ég hoggið eftir því í samtölum við fólk að ef það er spurt hvort að það haldi að hægt sé að leysa stjórnarkreppuna með kosningum, kemur hik og tjaa hmmm svar frá viðkomandi.
Ég hef sjálf hugsað mikið um það hvaða kosti þjóðin hefur og hvað hún getur farið fram eða gert til að snúa aðstæðum við.
Niðurstaða mín er sú að við höfum 3 kosti sem mögulega samkvæmt stjórnarskrá og hefð.
Sá fyrsti er að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Við vitum hvað við höfðum, hvað við fengum í staðinn og að munurinn þarna á milli er ekki stórvægilegur. Sem sagt ef við kjósum í dag fáum við bara sama grautinn með sömu flokkunum og kannski áherslumun.
Kostur 2 er að mynda þjóðsstórn, sem þýðir að allir flokkar sem sitja inn á þingi í dag sitji jafnt við stjórnvölinn. Miðað við núverandi aðstæður tel ég að sandkassaleikur sá er átt hefur sér stað í þinginu myndi aukast um helming.
3.möguleikinn er að krefjast utanþings/neyðarsstjórnar. Sú stjórn er skipuð samkvæmt hefð og stjórnarskrá af forseta Íslands. Til þess að slík stjórn fengi lýðræðislegt brautargengi er hægt að krefjast þess að hún fái ekki starfsleyfi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er skipuð til takmarkaðs tíma og tekur á afmörkuðum málefnum. Kosturinn við slíka stjórn er að hana má skipa óháðum, ópólitískum aðilum, sérfræðingum sem taka á afmörkuðum málaflokkum. S.s. atvinnuuppbyggingu, lánmálum heimilanna og efnahagsstjórn svo einhver dæmi séu tekin.
Á núverandi punkti í sögu landsins tel ég að við sem þjóð þurfum að byrja með hreint borð, á núllpunkti. Svolítið eins og að taka við fyrirtæki sem er að fara í gjaldþrot og snúa því til betri vegar.
Okkur skortir ekki fólk með menntun og almenna reynslu til að byggja grunninn að þessu Nýja Íslandi sem við vorum alltaf að tala um.
Það er orðið fullreynt og hefur ekki virkað með stóran hluta af því fólki sem situr á þingi í dag. Andrúmsloftið á þinginu virðist einkennast af niðurrifi og neikvæðni og er stór hluti þingmanna smitaður af því. Af þessum orsökum virðist þingið ekki geta starfað eins og gerist á eðlilegum vinnustöðum. Þar með tel ég að kostur 1 og kostur 2 séu ekki fýsilegir.
Ég ætla að hvetja fólk til að kynna sér þá möguleika sem við höfum í stöðunni því það er orðið ljóst að við verðum að snúa þessu við áður en allt endi í blóðugri byltingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef lengi alið þá von í brjósti að við fengjum utanþingsstjórn í svona 2 ár að minnska kosti, eins og þú segir með takmörkuð málefni sum sé að reisa þjóðina úr þeim rústum sem hún er í.  Það sem við þurfum að gera er að skora á forsetann að setja af þessa ríkisstjórn og setja inn utanþingsstjórn.  Og það sem fyrst.  Það er eiginlega eina leiðin út úr þessum vanda sem við erum í.  Og langflestir búnir að fá algjörlega nóg af.  Og ráðamenn og allur fjórflokkurinn virðist enganveginn gera sér grein fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 22:26

2 identicon

Heil og sæl Ásta; og þökk fyrir síðast (Mánadagskvöldið; 3. Október) - sem og sæl einnig, Ásthildur Cesil - og aðrir gestir !

Tek undir; í rauninni, með viðhorfum ykkar beggja, að stærstum hluta.

En; ykkur að segja - þyrfti að gefa stjórnmála afætunum, að minnsta kosti 1000 ára frí, áður en þeim yrði hleypt aftur, að stjórnvelinum, ágætu stöll ur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 00:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega er það rétt hjá þér Óskar minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 09:49

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fyrir þá sem þora að gefa gíslatökumönnum lýðræðisins frí: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.10.2011 kl. 03:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Rakel, ég er auðvitað löngu búin að skrifa undir þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2011 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband