Samfylkingin og ESB

 Ég hef verið að undra mig meira og meira á því hvernig Samfylkingin er að gera ESB aðild að sínu stærsta kosningamáli. Mér finnst það skrýtið vegna þess að aðild að ESB er spurning um upplýsingar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Einhvernveginn tókst dönum að upplýsa þjóðina hlutlaust og á góðan hátt um ESB bæði fyrir og á meðan aðildarviðræðum þeirra stóð. Hér virðist ekki vera hægt að upplýsa menn um neitt nema vera komin í aðildarviðræður. Þetta finnst mér alveg með ólíkindum. ESB aðild er meiriháttar mál fyrir okkur sem þjóð og auðvitað á ákvörðunin um hana að liggja hjá okkur þjóðinni. Þannig að í raun getur enginn flokkur sett þessa aðild upp sem kosningamál.

En eitt verða menn að venja sig af og það er að stilla ESB upp sem töfra lausn á öll okkar vandamál.

Við getum afnumið verðtrygginguna án þess að ganga í ESB.

Við getum byggt upp atvinnu og fyrirtækja líf án þess að ganga í ESB.

Við getum lækkað vexti án ESB.

Við getum farið í útflutning á innlendri framleiðslu án ESB.

Við verðum líka að vera alveg niður á jörðinni með að ferlið með ESB er ekkert sem gerist á einni nóttu. Kannski getum við fengið flýtimeðferð inn og verið búin með það mesta á 3 árum, þá kemur ferlið með Evruna sem tekur kannski 6-8 ár í viðbót. Þannig að öll uppbygging sem við förum í næstu árin er með okkar íslensku krónu.

Við ættum að nota þessa kreppu okkar og byggja upp frá grunni síðan er hægt að ákveða hvaða leið á að velja í sambandi við gjaldmiðilinn okkar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mikið er ég sammála þér.

Offari, 9.4.2009 kl. 22:35

2 identicon

Heil og sæl; Ásta, og þið önnur, hver hennar síðu geyma, og brúka !

Segi; líkt og Offari, en hefi engu við að bæta; kjarnyrta grein þína.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefur verið sagt um mig að ég rekist ekki vel í flokki og það er rétt og það á að vera satt. Ég hef aldrei litið á mig sem hænsni og aldrei litið á mig sem kind. Þess vegna verð ég hvorki rekinn hingað né þangað.

Mér sýnist þú eitthvað líkjast mér að þessu leytinu.

Mig hefur alltaf sviðið undan pólitískum undirlægjuhætti og þeim vesaldómi að þurfa alltaf að leita eftir fyrirmyndum erlendis áður en teknar eru ákvarðanir. Ég hef allt aðra sýn. Ég kalla eftir þeirri pólitísku sýn sem vísar þessari þjóð veginn með skynsamlegri nýtingu eigin auðlinda þar sem fólkið sjálft hefur val um eigið líf. Ég hef alla ævi séð blasa við augum glæsta framtíð þessarar þjóðar ef rétt er haldið á spilunum og þó sérstaklega að rétt sé gefið. Það hefur alltaf verið vitlaust gefið á Íslandi í minni tíð. Þess vegna horfa erlendar þjóðir ekki til Íslands í dag með öfund og segja: "Sjáið hvernig Íslendingar hafa leyst sín mál!" Og þess vegna rífast pólitísk dusilmenni og pólitískir geldingar okkar um það í dag hvaða erlendar þjóðir við eigum að nota sem fyrirmynd.

Þú munt verða spurð vondra spurninga á framboðsfundum. Og það mun verða reynt að koma þér í vandræði með því að öskra á þig: "Hvað ætlið þið að gera?"

Hafðu þá mín ráð og bentu viðkomandi á að allir flokkar hafa fyrir allar kosningar sagt kjósendum skýrt og skorinort hvað þurfi að gera og hvað þeir ætli að gera. Það hafa allir verið með lausnir á reiðum höndum en hver er útkoman? Er ekki nóg fyrir ungan frambjóðanda að lofa kjósendum því að vinna heiðarlega og að skoða hvert pólitískt verkefni þegar það ber að og styðjast þá við eigin dómgreind. En að sjálfsögðu í anda þeirrar pólitísku stefnu sem framboðið hefur sett sem grunnmarkmið.

Ég er ánægður með þessa hugvekju þína og hún er mjög í mínum anda. 

Gangi þér vel og: Gleðilega páska! 

Árni Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

TEK UNDIR MEÐ ÁRNA . KV .

Georg Eiður Arnarson, 10.4.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég er þér innilega sammála. Ég vil ekki að ESB aðild sé gerð að flokkspólitísku máli. Ég vil alltaf segja að ég sé á móti aðild og langflestir innan FF vegna einhver og skýra það út Mér finnst mjög mikilvægt að hver og einn þjófélagsþegn í þessu landi kynni sér málin og taki afstöðu fyrir sig því það verður alltaf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mikilvæga mál. Mér er ekki sama um hvernig orðræðan er vegna þess að þetta er svo mikið lýðræðismál.

Helga Þórðardóttir, 11.4.2009 kl. 00:10

6 identicon

Takk fyrir allar athugasemdir. Árni þakka þér sérstaklega aðvörunarorð þín. Ég mun hafa þau að leiðarljósi á komandi fundum.

Kv.

Ásta

Ásta Hafberg S. (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband