Eiginhagsmunapot og hugsjónir

Eftir fréttir síðustu daga um stærð styrkja til flokkana árið 2006, er ég búin að sitja með óbragð í munni og í raun gubbuna upp í háls.

Þarna er á ferðinni stærðarinnar bákn sem keyrt er áfram á peningum, auglýsingum og eiginhagsmunapoti. þetta er eins langt frá hugsjóninni um pólitíska flokka og hægt getur verið.

Ætti flokkur sem gefur sig út fyrir að vera að vinna að vissum málefnum og hugsjónum með hag þjóðarinnar að leiðarljósi ekki að vera algerlega óháður framlögum frá fyrirtækjum og hagsmunaaðilum ýmissa mála?

Það er í raun alveg sama hvað þessir menn standa og segja um að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og svo framvegis. Það breytir ekki að þetta er siðferðislega rangt á allan hátt. Þetta er eins og að sitja í nefnd og dæma sjálfan sig hæfan í málum sem viðkoma fjölskyldu manns eða vinum.

Ísland er of lítið þjóðfélag til að svona styrkja fyrirkomulag sé hægt innan flokkana. Það mun ALLTAF enda í einhverju hagsmunapoti og vinagreiðum.

Flokkar eiga að vera algerlega ÓHÁÐIR styrkjum fyrirtækja og hagsmunaaðila, aðeins þannig geta þeir haldið hlutleysi sínu gagnvart málefnunum.

Því er flokkur ekki stofnaður vegna hugsjónar og málefna sem fólk getur safnast saman um vegna mikilvægi þeirra? Er ekki það mikilvægasta að hafa þjóðarheill að leiðarljósi í flokksstarfi? Það er ekki hægt þegar peningar fara að vera það mikilvægasta, þegar hagsmunir einstakra aðila fara að vera æðri hagsmunum þjóðarinnar.

Svo má að endingu setja spurningamerki við tilverurétt flokkana þegar þeim hefur flestum mistekist allhrapalega að setja fólkið í fyrsta sæti.

Spurningin er hvort við getum snúið við blaðinu og farið að vinna saman að heilindum með hag okkar allra í fyrirrúmi. Hvort við séum hæf sem þjóð til að velja hugsjónina og málefnin og ekki flotta umgjörð með litlu sem engu innihaldi.

Ég bind vonir mínar við að svo sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband