ESB hamfarirnar

Það fór eins og ég óttaðist. Við erum komin með flokk í stjórn sem mun setja ESB í fyrsta sæti. Það er svo sem gott og blessað að ætla að athuga þau mál, en núna í DAG skiptir meira máli hvað við ætlum að gera hér innanlands til að fara ekki meira niður en nú er orðið.

Það þarf að koma fyrirtækjunum í landinu til bjargar, ekki eftir 5 ár heldur núna.

Það þarf að reisa heimilin við , líka núna og ekki eftir 5 ár.

Það þarf að fara í atvinnuppbyggingu helst í gær og ekki eftir 5 ár.

Staðreyndir um aðild að ESB eru þessar:

Fyrst þarf að sækja um að verða mögulegt aðildarland, það tekur örugglega ekki langan tíma.

Það þarf að sækja um aðild og gera samninga, gæti tekið 2-4 ár.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild, tekur ekki langan tíma þegar búið er að upplýsa þjóðina almenninlega.

EMU II er þegar krónan tengist Evrunni, samkvæmt reglum ESB þarf krónan að vera stöðug innan þess samstarf í 2 ár áður en hægt er að taka upp Evru. Sveiflan má vera +/- 15 % í genginu.

Svo má taka upp Evru svo lengi sem efnhagsumhverfið býður upp á það. Sem sagt verðbólga, vextir o.s.fr. eru komnir niður í þann staðal sem ESB hefur sett sem reglu. Ef okkur gengur vel gæti það svo sem tekið 4 ár ef ekki þá er tíminn lengri.

Evrópusambands upplýsingaskrifstofu Dana reiknast til að í besta falli verði þetta um 7 ára ferli en hallast frekar að 10 ára ferli.

Við skulum heldur ekki gleyma því að ESB hefur ekki breytt neinum reglum í sambandi við Evruna fyrir sín eigin aðildarlönd nú í kreppunni, þeir munu ekki breyta reglunum fyrir okkur.

Svartfjallaland hefur verið að berjast við að verða mögulegt aðildarland mjög lengi, Það er nokkuð víst ef við förum að fá sérmeðferð þá fáum við Balkanlöndin upp á móti okkur og innan sambands verður að vera einhliða Já við nýju aðildarlandi.

Ef Samfylkingin veit eitthvað sem við hin vitum ekki þá lýsi ég hér með eftir að fá það upp á borðið núna strax vegna þess að við höfum EKKI efni á því að bíða í 10 ár. Við verðum að vinna í innviðum þjóðfélagsins NÚNA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Flokkur með vitlausa forgangsröðun fékk mesta fylgið. Ef Samfylkingin fer ekki að forgangsraða rétt er hætt við að nú verði stjórnarkreppa.

Offari, 27.4.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg í rusli yfir þessari ESB aðdáun Samfylkingarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nær væri okkur að ráðst að eigin vanda sameinuð og með bjartsýni. Þetta bænakvak til ESB er okkur til meiri vansæmdar en mér er bærilegt. Við eigum svo marga möguleika að allir atvinnulausir Íslendingar ættu að vera kófsveittir við að afla gjaldeyris og sjá fyrir hinum sem ekki get brauðfætt sig vegna vanburða.

Skelfilegasta byrði á hverju samfélagi er heimsk stjórnsýsla.

En nú þarf að skipuleggja Frjálslynda flokkinn upp á nýtt.

Árni Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfó hefur enga áætlun í efnahagsmálum og setur þess í stað upp ESB dulu.

Sigurður Þórðarson, 27.4.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ásta. Þakka þér fyrir þitt framlag til baráttumála Frjálslynda flokksins og bestu kveðjur til þinna manna. Leitt að svo fór sem fór. Ásthildur, mér er skítsama um Samfylkinguna og allir vita að kratar hafa aldrei verið fullveldissinnar. Ég tek undir með þér Árni og segi bara gangi þér vel að skipuleggja flokkinn upp á nýtt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.4.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér er ekki skemmt yfir þessau endalausa ESB dekri.  Vona samt að skynsemin ráði og fólk sjái að hér er engin framtíðarlausn á ferðinni.

En það er gott að finna að fólk vill byggja upp aftur flokkinn.  Ég er þakklát fyrir það.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband