6.6.2009
Fögnuður Breta
Ja hvers vegna fagna þeir? Jú líklega vegna þess að nú verður ekki farið með neitt fyrir dómstóla og þar af leiðandi ekki hægt að setja spurningamerki við virkni kerfisins innan ESB.
Þeir fagna því að lítil þjóð út í ballarhafi sem hefði getað velt reglum og kerfisvirkni beygði sig í von um að komast að borði ESB.
Þeir fagna vegna þess að nú geta þeir, ESB og AGS haldið áfram að telja sjálfum sér trú um að fjármálakerfi heimsins sem hrundi, muni ná sér á strik og ekki þurfi að endurskoða það.
Ég aftur á móti er með sorg í hjarta vegna kjarkleysis stjórnvalda, vegna þess að þjóðin var ekki sett í fyrst sæti og að við fórum ekki í endurskipulagningu á okkar eigin kerfi og fjármálum á eigin forsendum.
Ég vona af öllum mætti að þessi samningur verði felldur á alþingi og að við munum þvinga fram endureisn á okkar eigin forsendum af því að við getum það og höfum allt í það.
Bretar fagna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin ætlar í ESB þó það kosti skuldafangelsi fyrir börnin okkar.
Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 15:13
Auðvitað fagna Bretar og ESB. Ef við hefðum ekki greitt fyrir IceSave-netsvindlið, myndi það skapa keðjuverkun í fjármálakerfi ESB sem myndi þá riða til falls og þar með Pundið og Evran, sem yrðu þá verðlaus
Ólafur Nítjándi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 15:33
Við skulum vona það að sem flestir þingmenn kjósi gegn þessum samningi,
Skilaðu kveðju til Vignis frænda fyrir mig.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 15:49
Já vonandi verður þetta fellt af þinginiu. Það er ekki hægt að vona annað.
Ásta (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:48
Ég er sammála þér Ásta mín, en því miður þá er ekki til vottur af bjartsýni í mínum huga varðandi framtíð Íslands.
Ég er orðinn sannfærður um að sjálfstæði okkar er búið að vera og þessarar óstjórnar sem nú er við völd verði minnst í sögubókum evrópusambandsins sem þeirra sem gáfu sambandinu heilt land með manni og mús.
Það eina sem Íslendingar geti gert núna er að forða sér í burtu áður en það verður um seinan.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:52
Ennþá leyfi ég mér að vona að þessi ríkisstjórn verði skárri en sú sem seldi inn á Hrunadansinn. Með hvejum degi dvínar sú von.
Auðvitað áttum við að láta nægja að afhenda Icesave þessum kröfuhöfum með öllu því sem við það hangir. Og þar á ég við þá fjármuni sem líkur standa til að stjórnendur þessa banka hafi skotið undan með vafasömum gerningum. Með því hefðum við fengið óháða rannsókn á allt það mál. Betra áttu þessir "víkingar" ekki skilið. Kannski hefði sú rannsókn fengið annan svip en hún hefur í dag.
Árni Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 17:41
Það held ég að við vonum öll, þó svo eins og þú segir sú von dvíni með hverjum deginum. Ég hef einmitt heyrt það úr mörgum áttum að við hefðum átt að afhenda Icesave með öllu kröfuhöfunum. Spurningin er hvort það hefði bara ekki verið betra? Fá skellinn strax í stað þess að vera í limbói í marga mánuði.
Ásta (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.