Frestunartækni og visa- rað lausnin

Það getur vel verið að stjórnvöld telji sig vera að gera þjóðinni gott. En eru þau að því?

Steingrímur hin stóryrti fyrir kosningar hefur nú lagt upp laupana hvað munntauið varðar. Hann virðist vera sáttur við að matreiða okkur í skuldaánauð með samningum sem eru vægast sagt áhættusamir. við skulum ekkert ræða Jóhönnu sem er með rörsýn á ESB og mun greinilega ganga ansi langt til að koma okkur þangað.

Í fyrsta lagi að ganga út frá að virði eigna bankana muni duga fyrir skuldunum að mestu leyti er eitthvað sem fáir myndu gera í dag. Það er svo 2007 og ekki trúverðugt að neinu leyti. Ef við erum heppin þá munu þær duga og það væri hamingju lausn, en ef ekki? Er til einhver áætlun um það ef eignirnar duga bara fyrir 30 % af skuldinni? Þá áætlun vil ég sjá.

Í öðru lagi er ég nú ekkert að hrópa húrra fyrir vöxtunum, húsnæðislánið mitt í Þýskalandi árið 2005 var með 4,15 % þegar það var hæst vaxtaprósenta á því.

Það dugar mér ekki lengur sem íbúa í þessu landi að fá  frestunartækni svar sem gengur út" ja við höfum 7 ár til að redda þessu" 7 ár er bara ekkert mjög langur tími og það er heimskreppa.

Sérfræðingar tala um að mjög líklega fari þetta að rétta sig af 2011, en aftur á móti er hagfræði enginn vísindi eða sannleikur, hagfræði er bara spá út frá einhverjum gefnum forsendum. Fjármálakerfið í heild sinni er hrunið og liðið undir lok. Greinilega þurfum við að byggja upp nýtt módel af því, en þeir sem sitja við stjórnvölinn, fjármálamenn, hagfræðingar og aðrir innan þessa kerfis reyna nú krampakennt að halda í það og gera samninga eins og enginn væri morgundagurinn.

Auðvitað EIGUM við að fara með þetta fyrir dómstóla. Það mun kosta okkur helling, en ef satt skal segja væri ég mun tilbúnari í skattahækkanir og niðurskurð vitandi það að eitthvað af peningunum færu í að fá réttláta lausn á þessum málum.Við sem þjóð gerðum ekkert rangt eða brutum lög. Við eigum ekki að vera gerð ábyrg fyrir rugli fárra manna.

En svo er ekki og í dag sitjum við uppi með frestunartækni og einhverskonar risa visa- rað greiðslu lausn sem mun keyra okkur um koll á löngum tíma.

Er ekki betra að fá skellin endanlega núna og geta svo byggt upp á okkar forsendum sem þjóð?

 

 


mbl.is Mjög mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ömurlegt hjá Steingrími J.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2009 kl. 10:55

2 identicon

Já sérstklega þegar ég hugsa um hvern kosningafundinn á fætur öðrum sem ég sat með honum hér í Norð Austur og hlustaði á stóru orðin fljúga út úr honum. Það versta er að á leiðinni sá maður líka valdaglampann kvikna í augunum á honum. Kannski ég ætti að fara að minna hann á millilandaflugið sem hann talaði um að koma á frá Egilsstöðum ef ríkið þyrfti að taka yfir meirihluta Icelandair? ; )

Ásta (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:09

3 identicon

Steingrímur hefur væntanlega bent á þvílík hörmung fyrir þjóðina að lenda í þeim ósköpum að fá yfir sig Icesafe, en ég efast um að hann hafi bent á trúverðuga leið til að losna við að borga úr því sem komið væri. Ég var ekki á neinum kosningafundum með honum, svo ég veit ekki hvað hann hefur sagt. Að taka á sig allan skellin núna er einfaldlega ekki í boði, við höfum ekki nálægt því nógu miklar tekjur til þess. Að eignirnar dugi ekki fyrir skuldinni núna er auðvitað borðliggjandi. Þess vegna skiptir máli að eignirnar geti hækkað um leið og kreppunni léttir. Á hinn bóginn eru eignirnar að mestu vaxtaberandi skuldabréf, af þeim koma vextir og afborganir þannig að það er ekki einu sinni víst að það muni nokkru sinni borga sig að selja bréfin. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkrum detti í hug í alvöru að vit geti verið í áætlunum núna um það sem kann að gerast, ef illa innheimtist eða selst. Nánar á http://thjodviljinn.blog.is/blog/thjodviljinn/

hágé. 

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 11:42

4 identicon

Við erum að mestu sammála í skrifum okkar. Aftur á móti finnst mér við vera komin út fyrir að vera alltaf að tyggja hvað fyrri ríkisstjórn eða flokkar gerðu. Við vitum öll hvað hún gerði og það er svo svekkjandi að það er ekki hægt að tala um það ógrátandi. vVð erum reyndar líka komin út yfir allt þetta flokksstefnu kjaftæði, það þarf samvinnu, gagnsæi og hugmyndir á milli flokka í dag. Enginn þeirra hefur einhvern ultimat sannleika fram að færa.

Aftur á móti verðum við að horfa fram á veginn núna og reyna að finna lausnir sem virka fyrir okkur sem þjóð númer 1, svo er hægt að hugsa um aðra hluti.

Ásta (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég get tekið undir flest af því sem þú segir hér Ásta. Spurningin er ævinleg sú þegar svona nauðarsamningar eru undirritaðir hvort sé betra að undirrita eða sleppa því og taka afleiðingunum. Ég þykist vita að hvað Samfylkinguna áhrærir þá hafi viðhorfið þar verið á þá lund að hvað svo sem þetta komi til með að kosta þá verði þetta útspil til að mýkja jarðveginn fyrir inngöngu Íslands í ESB. Það hefur lengi verið Alfa og Omega þessa skelfilega klúbbs sem nú stýrir ríkisstjórn okkar.

Mér kemur á óvart ef Steingrímur hefur talið að okkur væri annað fært eftir mjög varkára skoðun á málnu. En mér er auðvitað engin launung á því að þvingaðir samningar eru niðurlæging og þjóðarskömm.

Engin ber virðingu fyrir hundseðlinu og ekki mun virðing okkar vaxa við þennan gerning.

Árni Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þau skötuhjú eru kannski að fresta vandanum í sjö ár því þá verða þau líklega bæði komin af þingi og þurfa ekki að taka á vandanum. Mér finnst þetta hrikalegt og skil ekki hvað margir eru sáttir með þennan samning. Við erum kannski bara dofin yfir þessu öllu saman og svo er fólk kannski farið að loka eyrunum þegar milljarðar eru nefndir. Það var reyndar gott hjá Láru Ómarsdóttur hjá RÚV að setja skuldirnar í samhengi við rekstur lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.

Helga Þórðardóttir, 7.6.2009 kl. 21:30

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

"Frestunartækni" kallarðu það Ásta.

Ef við gefum okkur að worst case verði staðreyndin, að við þurfum að borga flenni fullt af þessari bévítans Icesave skuld, hvort viltu takast á við það á sama tíma og þú þarft að takast á við 170 milljarða króna niðurskurð í neikvæðum hagvexti eða á tíma sem allar spár segja að verði betri en það?

Ég veit hvort ég myndi velja.

Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 21:40

8 identicon

Elfur, það væri að sjálfsögðu betra að geta borgað þetta þegar allt verður KANNSKI betra.

Ef það væri ekki bara þetta 100.000.000 kr. skiptimynt sem bætist við þetta á HVERJUM EINASTA DEGI.

En það sem að mér finnst óafsakanlegt í þessu máli er undirlægjuháttur og þrælslund samfylkingarinnar sem greinilega gerir allt til að þóknast hagsmunum breta til þess eins að geta gefið Ísland ESB.

Og hvernig Steingrímur hefur gersamlega umpólast og næstum því orðinn eins og flækingsrakki Jóhönnu sem bíður eftir að næsti biti falli af borðinu.

Það hélt ég að ég ætti aldrei eftir að sjá, en það er náttúrulega munur að vera orðinn ráðherra þótt í kjölturakkaformi sé. 

Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:42

9 identicon

Elfur mín þetta er bara ekki svona einfalt. Gatið er 170 milljarðar bara á þessu ári. Það verður mjög líklega svipað á næsta ári o.s.fr. Mannaflsfrekar framkvæmdir bætast svo ofan á sem kosta 340 milljarða og gefa ekkert til baka nema skattatekjur af launum iðnaðarmanna sem erum að vinna við framkvæmdina á meðann á henni stendur. Svo gefur hún bara ekkert meira af sér en það.

Ég held að þú hafir misskilið mig. Ég vil sjá áætlunina um það EF við fáum worst case og getum ekki borgað nema hluta af þessu með eignum bankana, nei sorry ég vil það ekki ég KREFST þess.

Elfur hagfræði an og aftur er ekki vísindi og þetta eru spár og ekkert annað. Miðað við ástand í dag held ég að flestir hlæji nú að þessum spám það þarf meira en spá í dag til að fólk sætti sig við hlutina.

Ásta (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 06:37

10 identicon

Verð að leiðrétta sjálfa mig gatið er 170 milljarðar á þremur árum. Maður á að vera búin að fá s´´er kaffibolla áður en farið er út í svona umræður snemma morguns.

Ásta (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 09:02

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

gatið er 170 milljarðar og það á að loka því á þremur árum ;)

Ef við horfum ofur raunsætt á hlutina þá voru eignir Landsbankans í Bretlandi metnar á ca 2500 milljarða um mitt síðasta ár. Það að áætla að þær dugi fyrir 650 milljarða króna skuld er að áætla að virði þeirra verði um 25% af "upphaflegu" verðmæti sínu. Áætlanir í þessu samkomulagi gera ráð fyrir að þær dugi fyrir 75-95% af þessum 650 milljörðum og séu þar af leiðandi 20-25% af upphaflegu verðmæti sínu.

Ef við tengjum þetta síðan við hinn þráláta orðróm um að nýju bankarnir kaupi lánasöfn gömlu bankanna með 50% afföllum þá ættum við að geta fallist á að 20% raunvirði sé ekki algjört skot í myrkri, þvert á móti sé það all varfærin áætlun um mat á verðmæti eigna breska útibús Landsbankans.

En auðvitað getur þetta farið ennþá verr, tíminn einn getur leitt það í ljós.

Elfur Logadóttir, 8.6.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband