Vextirnir of háir? Kemur það einhverjum á óvart ?

Þarna kemur fram að vextirnir séu of háir. Kannski það komi "mömmu" okkar og "pabba" á óvart að þau hafi gert svona lásý díl fyrir þjóðina, en margir voru einmitt að nefna vextina sem áhættufaktor.

Þetta eru hærri vextir en ég borgaði af húsnæðisláninu mínu í Þýskalandi sem voru þá um 4,15 %. Þýskt vinafólk mitt borgar í dag 4,25 %. Þannig að eins og ég hef skrifað áður, út frá "vinalegum" Evrópskum staðli er búið að okra á okkur vel og vandlega.

Annað sem mér finnst vera ansi áhættusamt í þessu er að eignirnar sem eiga að fara upp í skuldina eru meira og minna útlán. Til hverra spyr ég? Fyrirtækja sem eru að fara á hausinn og geta ekki borgað?

Það er verið að keyra okkur yfir þolmörk með þessum samning. Steingrímur getur talað um vinalegheit alveg þangað til hann verður grænn í framan, en þetta flokkast ekki undir það. Þetta flokkast undir níðingsskap.


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur hefur heldur betur klúðrað málum.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 07:58

2 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Ég er sammála

Tóti Sigfriðs, 9.6.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Það er einmitt þetta mál með vextina sem er að gera fólk svona reitt, það er svosem hugsanlegt að við endum með að þurfa að borga þetta en FYRST eigum við að athuga dómsleiðina.Það liggur ekkert á að gera samning strax.Það er athyglisvert í því sambandi að ef við göngum út frá því að kjölturakkinn hafi sagt þingheimi satt þann 3 júní síðastliðnum þegar hann segir að aðeins séu hafnar óformlegar könnunarviðræður vegna Icesave, hvernig stendur þá á því að innan við 3 dögum síðar er sami kjölturakki búinn að skrifa undir samning.Það hefur einnig komið fram, bæði hjá honum og frá formanni samningarnefndar Svavari Gestssyni að aðalástæða þvingunar á hendur okkur frá hinum frelsandi englum í Brussel, hafi verið sú að annars væri hætta á því að bankakerfi evrópu mundi hrynja.So fokking what, síðan hvenær er það á ábyrgð okkar að lappa upp á mistök þeirra.Ekki sé ég neina tilburði þeirra til að lappa upp á okkar mistök.Það væri fyndið ef ekki væri fyrir alvarleika þessara kaupa á aðgöngumiða í ESB, að hugsa til þess að í kjölfar hrunsins þá voru það einmitt nákvæmlega sömu rök sem rakkinn beitti við að mótmæla ábyrgð Íslands á Icesave, sem að nú er beitt gagnvart hans framgöngu í málinu.Ég hef sagt það áður og segi það enn, allt þetta mál er eingöngu kaup okkar á aðgöngumiða og sem slíkt þá er þetta sá allra dýrasti miði sem nokkur hefur keypt.Gallinn er hinsvegar einnig sá að þegar við höfum fattað að "showið" er enganveginn þess virði, þá er vonlaust að fara fram á endurgreiðslu.Síðasti maður út slökkvi ljósin

Tóti Sigfriðs, 9.6.2009 kl. 08:54

4 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Biðst afsökunar á uppsetningu fyrri athugasemdar.

Var búinn að skrifa þetta með bilum á milli setninga en eitthvað misfórst

Tóti Sigfriðs, 9.6.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það hefur reyndar lítið heyrst í "mömmu" nýverið, ætli hún sé eitthvað miður sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband