11.6.2009
Nóg komið
Enn og aftur stöndum við frammi fyrir erlendri fagmennsku versus íslenska kerfiskalla pólitík. Það gerðist um daginn í Seðlabankanum og það gerist aftur núna þegar Eva Joly kemur fram í Kastljósi.
Henni tókst að koma öllu mjög skilmerkilega frá sér þar, hvað, vantar, hvað þarf að gera, hvernig og hversvegna. Henni hlýtur að finnast hún vera í hillbilly landi kerfiskalla eftir að hún kom hingað, aumingja konan.
Steingrímur hefði ekki einu sinni átt að segja "við skoðum þetta" heldur " það kemur meira fjármagn í þetta verkefni strax á morgunn"
Búið, það er ekkert að ræða, þetta er þjóðarheill, það er þjóðarheill að eitthvað af þeim peningum sem eru horfnir úr landi komist aftur heim svo hægt verði að standa við greiðslur af flottu lánunum sem við erum með á vegum AGS, Iceslave og fleira.
Ég verð að segja að ég skammast mín í dag. Ég skammast mín fyrir að kerfið okkar og fólk innan þess virðist með engu móti geta tamið sér nútímalegri, skilvirkari og samhentari vinnubrögð og það á tímum þar sem við höfum ekki efni á öllu þessu þrefi og málþófi inn á þingi.
Nú er nóg komið og það fyrir löngu síðan.
Skoða þörf á auknum útgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásta, er þetta svo einfalt?
Ég veit að ég myndi sætta mig við það, en heldurðu að allir yrðu sáttir ef við þurfum að hækka skattprósentuna til þess að standa straum af kostnaði við rannsókn á skala Evu Joly?
Ert þú reiðubúin til þess að samþykkja það?
Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 14:48
Já eg er alveg tilbúin að greiða hærri skatta fyrir þessa rannsókn, eins og kemur fram í annar bloggfærslu, og er viss um að fleiri séu sama sinnis. Það að fólk fái þá tilfinningu að það sé verið að reyna að koma fram réttlæti skiptir bara gífurlega miklu máli.
Það er staðreynd að í mörgum öðru löndum viðgengst fagmennska sem ekki virðist hafa komist að hér. Að tala skýrt og skorinort er mjög einfalt og leyfilegt. Að tala faglega, rólega og yfirvegað er líka mjög auðvelt og einfalt.....annars staðar en hér. , )
Ásta (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:51
:) m.a.s. merkilegar konur eins og Eva nokkur Joly þarf gífuryrði til þess að fá athygli.
En ég held að þetta sé það sem við þurfum að a) horfast í augu við og b) fá viðurkenningu hjá þjóðinni um og keyra síðan málið í gegn - því ég held að það standi ekki á neinu öðru en fjármögnuninni.
Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 21:41
Sæl Ásta. Alveg sammála þér. Ég bendi á að frúin sagði sjálf að þetta myndi skila sér í því fé sem ná má til baka (af ræningjunum) og auk þess er þetta eina sem getur hreinsað af okkur stimpilinn sem við fáum á okkur ef þetta er öll þjóðin sem hefur misfarið með góðærið en ekki fjárglæframenn sem misnotuðu góð viðskiptatækifæri og tiltrú annarra þjóða. Skil ekki að þetta vefjist fyrir Steingrími hinum stóryrta. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:28
Ásta: Mundu að það eru fjölmargir úr ákveðnum hópi sem hafa af því miklar áhyggjur að rannsókn Evu Joly skili því sem við væntum af störfum hennar.
Ósköp held ég að þetta sé vond líðan. En ert þú ekki í hópi þeirra óháðu í pólitík Elfur Logadóttir?
Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 12:39
Nei Árni, ég er ekki óháð í pólitík en ég stend og fell fyrst og fremst með eigin skoðunum en ekki þess flokks sem ég styð. Ég er ekki alltaf sammála honum og hann er ekki alltaf sammála mér - ég væri örugglega skilgreind af toppum þess flokks sem "krítíker" vegna þess að ég hika ekki við að gagnrýna það sem þarf að gagnrýna - líka innan flokksins. Ég flutti m.a.s. fræga ræðu á einum flokksstjórnarfundi í vetur, þar sem ég setti fram kröfur á mína forystu sem ekki voru sérstaklega vinsælar.
Eitt af því sem ég vil sjá gerast er að rannsókn sérstaks saksóknara verði sem stærst, best og skili sem mestu og ég er reiðubúin til þess að láta hækka á mig skattana til þess að ríkið hafi burði til þess að standa að slíkri rannsókn. Ég tel reyndar að sá einstaklingur sem skipaður var sérstakur saksóknari sé ekki nægilega öflugur og að það geri okkur málið erfiðara en það verður vonandi leyst með því að ráðnir verði til rannsóknarinnar öflugir verkefnastjórar.
Elfur Logadóttir, 12.6.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.