Er Feigðarós II á næsta leyti?

Því miður hefur Sigmundur nokkuð til síns máls.

Ég held að flestir sem hafa nennt að kynna sér AGS bara pínulítið, viti það að þeir standa vörð um fjármagnseigendur. Ég hef ekki ennþá í leit minni á netinu rekist á skjal þar sem talað hefur verið um AGS sem einhverja hjálp við þjóðir eða lífskilyrði fólks.

AGS er frekar Friedmann-ískt í uppbyggingu og eins og flestir vita var hans meginmarkmið að einkavæða allt sem hægt var og keyra inn algjörlega frjálshyggju uppbyggt kerfi. Það kerfi tekur ekki tillit til réttar fólks í launamálum eða lífsskilyrðum.

Icesave málið er allt á versta veg alveg sama hvernig því er stillt upp. Hvernig samist hefur byggir í raun á mistökum frá upphafi. Við erum nokkur sem höfum verið að ræða það að það er alveg undarlegt hvernig var brugðist var við þegar hrunið varð. Ríkisstjórnin hefði þeim tíma átt að senda fulltrúa sinn til þessara landa til viðræðna STRAX. Sá fulltrúi hefði með réttum áherslum getað komið því þannig fyrir að við hefðum getað haft allan tíma í heiminum (næstum því) til að semja um þetta mál.

Ef viðkomandi hefði einfaldlega sagt " Kæri Brown, við á Íslandi stöndum frammi fyrir stærsta hruni í sögu landsins, stjórnvöldum ber skylda til, með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, að fá yfirsýn yfir málið fyrst og svo semja við ykkur þegar niðurstöður liggja fyrir" Þá hefði þurft að beygja sig undir það, við sem þjóð erum nefnilega ekki bara viljalausir Zombies í höndum stórþjóða. Hvaða stjórnvöld sem er í hinum siðmenntaða heimi hefðu skilið þessi rök.

Það að stjórnin sé að riða til falls kemur manni ekkert á óvart. Málin sem eru upp á borðinu eru of stór fyrir hvaða flokkastjórn sem er. Það er alveg á hreinu að á meðan það fólk sem situr innan veggja þingsins breytir ekki sínum viðhorfum til vinnunnar, hugsunarferlis og viðbragða munum við ekki komast út úr þessu, þó að við mundum kjósa 5 sinnum á ári.

Að mínu mati þurfum við þjóðstjórn sem er sett saman úr öllum flokkum til jafns við fagaðila, þingið í núverandi mynd verður lagt niður tímabundið og mótaðir verða hópar sem hver um sig sér bara um eitt málefni.

Þau málefni væru Icesave, AGS, skjaldborg heimilanna og fyrirtækja og atvinnu-uppbygging. Það er hægt að stofna einn ESB hóp ef fólk vill, en á núverandi tímapunkti er það ekki aktuelt mál að mörgu leyti.

Hver hópur vinnur sín mál með fagaðilum innan tímamarka og þegar launsar hugmyndir eru komnar upp á borðið eru þá kynntar fyrir þjóð og þingi (hinum hópunum) til samþykktar eða höfnunar.

Slagorð allra hópana er : Hvað þjónar hagsmunum okkar sem þjóðar best.

Það sem er að gerast núna í þjóðar og stjórnmálum mun að öllu leyti, ekki stýra okkur út úr þessum vandræðum. Hin íslenska þjóð verður líka að láta vita að henni misbýður. Við getum alveg verið viss um það að það er enginn sem mun gera það fyrir okkur, nema kannski Eva Joly. Á meðan við bíðum eftir að aðrir geri eitthvað brennum við út á tíma og gætum endað í stöðu sem hlekkjar okkur fjárhagslega sem þjóð um ókomna áratugi.

Getum við verið þekkt fyrir að láta hana draga allt hlassið fyrir okkur? Það finnst mér ekki en hvað finnst þér?


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er margt sem þarf að vinna að og margt sem þarf að bæta.

En eins og hefur núna sannað sig er mjög auðvelt að sitja og tuða og öskra og æpa!  Segja að maður hafi lausnirnar og að maður viti betur. Þetta gerðu VG-ingar, þangað til þau komust til valda. Hvað gerðist þá?

Eins og það myndi eitthvað breytast með xBÉ í farabroddi?

Svo segir Sigmundur að við ættum nú öll að vinna saman, en býr til nýtt plagg um hvernig á að sækja um ESB.  Vegna smáatriða.... það er nú meiri samvinnan þar á bæ. 

Þau eru öll orðin frekar þreytandi þarna á þingi. Öll með tölu

Unnsteinn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 17:51

2 identicon

Já...AUDVITAD eiga thessir flokkar...VG og Samfylkingin ad starfa saman áfram.  Mér vaeri alveg sama thótt BH kaemi inn thar líka.

SPILLINGARFLOKKURINN OG FRAMSÓKNARSPILLINGIN eiga EKKERT ERINDI VID THJÓDINA ANNAD EN AD DRAGA HANA NIDUR Í SVADID ENDANLEGA.

Thessir flokkar eru bestir í VARANLEGRI SÓTTKVÍ.  Vidbjódslegt fólk.  Drulluhalar!

Krummólutextelpepperilló (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:10

3 identicon

Ég frábið mér svona ómálefnaleg komment eins og er hér að ofan. Þetta er mjög lýsandi færsla fyrir einmitt þessa flokkablindni sem viðgengst hér á landi. Ég mæli með að þú temjir þér faglegan, hlutlausan en gagnrýnan hugsunarhátt.

Kv.

Ásta h.

Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:07

4 identicon

Ég geri hans ord ad mínum, Ásta:

"2 Smámynd: Páll Blöndal

ÞJ, það þarf vart að rökstyðja mikið hvernig Framsóknarflokkurinn og íhaldið hafa
farið með okkur í gegnum tíðina.
Það finnur það hver á sínu skinni.
Það þarfnast því frekari rökstuðnings ef menn halda einhverju örðu fram.

Páll Blöndal, 13.6.2009 kl. 20:11"

Kvedja,

Krummólutextelpepperilló

Krummólutextelpepperilló (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:43

5 identicon

Ég vona að þið séuð ekki að taka því sem svo að ég sé málsvari B eða D. Ég er bara að reyna að benda á að við verðum að snúa bökum saman sem þjóð, flokkar og manneskju til þess að stýra okkur út úr þessu ástandi.

Það er ekki spurning um hver koma okkur í þessi mál, heldur hvernig ætlum við út úr þeim. Við gerum það ekki með því að ráðast á hvort annað gengdarlaust, það er nokkuð ljóst. Því miður hefur flokkakerfið á Íslandi fest sig svo í sessi að það veldur manni sársauka á köflum og það er bara ekki heilsusamlegt.

Ég ætla bara að minna á aftur: fagleg, hlutlaus en gagnrýnin hugsun.

Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:54

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ásta það má ekki gleyma því að Friedman-ismi hefur verið gegnumgangandi hér á þessu skeri sl. 20 ár, þannig að varla er hægt að ganga lengra en þegar hefur verið gengið.

Það er hluti af því sem við erum að gera uppreisn gegn nú þegar (og þá líka með kosningu vinstri flokkanna). Þess vegna held ég að AGS komist ekki upp með að fara fram á eins Friedmanískar aðgerðir hér og hann hefur oft farið fram á þar sem hann hefur komið til hjálpar.

Við erum meðvituð um hættuna fyrirfram - sem er gott, aðrir voru það ekki alltaf.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 22:18

7 identicon

Athugasemd númer tvö byggir á faglegri, hlutlausri og gagnrýnni hugsun.

Krummólutextelpepperilló (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:27

8 identicon

Elfur, jú það hefur verið gengið ansi langt í Friedman-isma hér á landi síðustu 20 árin, en þó ekki nándar nærri eins langt og hann hefur prédikað. AGS vinnur ALLTAF út frá sömu stefnunni. Spurningin er bara hvaða samninga náðu okkar stjórnvöld að gera og voru hagsmunir þjóðarinnar í fyrirrúmi?

Hvað gerist svo ef við getum ekki staðið við þá?

Ásta (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:07

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Einmitt. Það er okkar að veita aðhaldið og krossa fingurna og vona það besta :)

Elfur Logadóttir, 14.6.2009 kl. 00:16

10 identicon

Elfur mín, ég held að ég hafi engan húmor fyrir þessu. Ef fólk ætlar að krossa fingur og vona það besta ætti það að spila lottó. Það er ekki eitthvað sem við getum leyft okkur í þessari stöðu og íslenska þjóðin á það ekki skilið. Þessi samningar verða að vera 100% öruggir eða þeir koma ekki til umræðu.

Ásta (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband