2.7.2009
AGS og Norræna velferðakerfið
Hverjum datt í hug að hægt væri að byggja upp Norrænt velferðakerfi með aðkomu AGS? Það mun aldrei ganga upp og liggur í hlutarins eðli.
AGS er frjálshyggja og einkavæðing pure. AGS er ekki að lána ríkinu pening svo fólkið í landinu geti haft það gott, heldur til þess að krónan haldi kurs og styrkist ( sem er ekki að takast). Þeir vinna aðeins með þessa hluti og ekki það manneskjulega.
Hve gróteskt er svo að vera með vinstri stjórn sem ætlaði að byggja upp norrænt velferðakerfi, þangað til að þau föttuðu að það verður ekki gert svo lengi sem AGS er við völd í landinu. Vinstri stjórnin sem slík hefði getað gert góða hluti ef... þau hefðu haft kjark til að henda AGS út, taka aðra stefnu í Icesave og byggja upp með annarri hugmyndafræði þegar kemur að atvinnu og fyrirtækja uppbyggingu.
Það verður ekki hægt að byggja upp Norrænt velferðarkerfi hér svo lengi sem AGS er við völd, til þess er hugmyndafræðin of ólík.
Hefur einhverju dottið í hug að kannski væri gott fyrir okkur að einangrast í smá tíma og finna aftur styrk okkar, kjark og þjóðareinkenni? Þetta er bara eins og alkinn eftir langt fyllerí þá fer hann í meðferð, lokar sig af í sínum hóp og byggir upp.
Þarf ekki íslenska þjóðin að gera það sama og er þá svo hræðilegt að einangrast í einhvern tíma? Ég sé það bara ekki sem einhvern hræðilegan dóm yfir okkur sem þjóð heldur sem besta tækifæri sem við höfum fengið í áratugi.
Stýrivextir áfram 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur ábyggilega rétt fyrir þér í því að velferðarkerfi verður ekki byggt upp svo lengi sem AGS ræður ferðinni. Þetta má vel sjá á því að niðurskurður og auknar álögur koma niður á öryrkjum og ellilífeyrisþegum, sem þegar hafa of lítið milli handanna. Það hefur varla verið nein skemmtiganga fyrir Jóhönnu og félaga að koma með þær hugmyndir til þjóðar og þings.
Hvort hægt hefði verið að komast af án AGS er mjög áhugaverð spurning, ekki síst núna, þar sem upplýst hefur verið að ekki sé búið að taka neitt út af "láninu" sem mun enn sitja fast og vaxtalaust í Seðlabanka Bandaríkjanna. Ég veit ekki í hvað AGS peningarnir eiga að fara. Um Icesave og hugsanlega einangrun er ég hins vegar ósammála. Undan Icesaveskuldbindingunni verður ekki vikist, þótt deila megi um hvort samningurinn sé ásættanlegur. Einangrun frá alþjóðasamfélaginu færi skelfilega með okkur. Valkosturinn sem spennandi væri að velta fyrir sér gæti verið þessi: Losna við AGS, borga Icesave, fá lán hjá öðrum þjóðum framhjá AGS og herða sultarjólina jafnvel enn meir í styttri tíma en nú lítur út fyrir. Hvort þessi kostur er raunverulega í boði lengur veit ég ekki, en svo virðist sem allir okkar viðsemjendur hafi viljað koma okkur inní ginið á AGS. Hann er reyndar óskabarn kapitalismans sem eins og allir vita félur í sér velferð hinna auðugu, en lítur á hins snauðu sem afgangsstærð, sem ekki skiptir máli.
hágé
Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.