Meiri lán.....virkar það?

Ég get ekki séð hvernig þetta á að ganga upp.

 Við vitum það alveg sem lifum venjulegu lífi dags daglega að ætla að borga skuldir með því að taka meira lán gengur bara upp, upp að vissu marki. Þegar komið er yfir vissan punkt er ekki hægt að ná í halann á skuldunum alveg sama hvað reynt er. Það sem gerist þegar svo er er að við förum í gjaldþrot.

Miðað við útreikninga AGS eru gjaldþrotsmörk Íslands 240 % af vergri landsframleiðslu. Við erum nú þegar einhversstaðar yfir 200 % og fer hækkandi.

Til þess að mæta þessum lánagreiðslum, sem ég tel vera hæpið að við getum yfirhöfuð verði hægt að standa við, verðum við með ÖLLUM ráðum að fara í massífa fyrirtækja og atvinnu-uppbyggingu innanlands, þetta höfum við mörg verið að hrópa upp um allan tímann.

Stjórnin virðist ekki hugsa dæmið alveg til enda vegna þess að það eina sem þau leggja til er Fjárfestingssjóður sem mun endurfjármagna og lána fyrirtækjum sem eru þjóðhagslega hagkvæm....fyrirgefið að ég segi það en í dag er HVERT einasta fyrirtæki þjóðhagslega hagkvæmt svo lengi sem það er að velta einhverjum peningum í þjóðfélaginu.

Við verðum að fara í grunnvinnuna hérna heimafyrir varðandi fyrirtæki og atvinnu og það helst fyrir 6 mánuðum síðan.


mbl.is Rússalán í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáj það virkar sko að fá lán, við skiptum svo bara um kennitölu og látum skuldirnar verða eftir - snilld!

gunnar gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:06

2 identicon

Góð hugmynd ; )

En að öllu gríni sleppt þá get ég bara ekki séð hvernig þetta á að ganga upp.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Getur verið að það sé markmið AGS að leiða okkur út í gjaldþrot???

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 12:59

4 identicon

Markmiði AGS er allavega ekki að hjálpa þjóðinni. En aftur á móti því meiri skuldir sem við höfum því betra er að ýta á einkavæðingu. Svo já kannski er undirlaiggjandi að við verðum sem skuldugust svo það sé hægt.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... eða með öðrum orðum veikja samningsstöðu okkar þannig að við verðum að gefa eftir og selja það sem er einstakt og eftirsóknarvert til þeirra sem sækjast eftir því og sjá sér hagnaðarvon í að eiga t.d. hitaveitu á Suðurnesjum? Það er ekki tilviljun að ég nefni þetta dæmi því mér sýnist að ferlið sem ég óttast mest sé þegar byrjað!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.7.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir að hafa horft á og fylgst með atburðum á Alþingi í dag er ég agndofa, lamaður og svartsýnni en nokkru sinni.

Árni Gunnarsson, 16.7.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband