Mikilvægasta málið

Þetta lítur svona út fyrir mér.

Þingheimur gerir sér grein fyrir hve mikilvægt þetta mál er.

Þjóðin gerir sér grein fyrir hve mikilvægt þetta mál er.

Aftur á móti mundi bara heimskur maður kasta steinum ef hann byggi í glerhúsi.

Því lengra sem líður á þetta mikilvægasta mál Íslensku þjóðarinnar kemur í ljós frá fleiri og fleiri fagaðilum að samningur þessi er meingallaður. Notast er við tölur frá 2007 til að reikna út greiðslugetu okkar. Ekki er tekið með áhrif skattahækkana á neyslu almennings o.s. fr.

Hvernig getur ríkistjórnin ætlast til að þetta verði samþykkt þegar hún hefur ekki sýnt fram á getu sína til að koma með raunhæfa útreikninga á dæminu.

Kæra ríkisstjórn við gerum okkur öll grein fyrir mikilvægi málsins og þess vegna eigum við ekki að flýta okkur.

 


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir eru búnir að láta Seðlabankann reikn aaftur og aftur þangað til hann gar fundið út að við gætum borgað´Icesave. Við eigum að auka hagvöxt um 9% á ári og gengi Evrunnar verður 150kr, viðisaukaskattur fer í 28%. Ekkert mál!

Loksins gat seðlabankinn fundið út galdraformúluna.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 10:39

2 identicon

Hjartanlega sammála Ásta Hafberg, og velflestir íslendingar eru á móti þessu.  Þeirsem eftir standa eru "Quislingar okkar Íslendinga".

J.þ.A (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:36

3 identicon

Varstu búin að sjá þetta? www.kjosa.is  áskorun á forsetann um að nota neitunarvaldið á lagasetningarnar um Icesave.

Hildur Sif (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:00

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kæra ríkisstjórn ??? meinarðu að það eigi að kæra ríkisstjórnina. Mér finnst nú orðin spurning með hverjir eru verri stjórnin eða útrásarvíkingarnir. Allavega voru útrásarvíkingarnir hvattir áfram og mærðir í hástert en allir keppast við að vara ríkisstjórnina við. Icesavesamningurinn er bara til að bjarga ríkisstjórninni og samninganefndinni og þá er þjóðarhagur fótum troðinn að mínu áliti. Bestu kveðjur austur Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 21:38

5 identicon

Sæl Kolla, hehe þetta var nú smá kaldhæðni af minni hálfu þessi ríkistjórn er allt annað en kæra það er nokkuð ljóst.

kær kveðja á þig.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 hæ já ég þóttist vita það. Bara að bregða á leik en málið er allt annað en leikur heldur dauðans alvara. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála þér Ásta og núna er hollenski utanríkisráðherrann að hóta okkur. Ef við borgum ekki Icesave þá komumst við ekki í ESB. Hver sagði að það væri ekki samband milli aðildarumsóknar og Icesavedeilunnar?

Helga Þórðardóttir, 21.7.2009 kl. 23:39

8 identicon

Ég er farin að hallast að því að Samfylgingin sé haldin einhverskonar naivisma þegar kemur að ESB. Einhversstaðar á fundi rétt eftir hrun hefur ESB verið stillt upp í svona réttlæti, jafnræði og guð má vita hvaða frösum fleiri, ljósi og svo var hamrað á þessu í kosningabaráttunni.

Ég hef svo komist að því eftir því sem tíminn líður að mjög fáir innan Samfylkingarinnar virðast hafa kynnt sér ESB að einhverju ráði og skjóta bara fólk niður sem bæði hefur kynnt sér málin og er að koma með raunhæfa punkta um ESB, eða gera hjákátlegt grín að fólki sem einmitt hefur vit á ESB.

Ég hef persónulega komist á þá skoðun að ef Samfylkingin ÆTLI að keyra okkur inn í ESB þá ber þeim líka SKYLDA til að fara í fararbroddi með hlutlausar og málefnalegar upplýsingar um samninga annarra þjóða, EMR II og upptöku Evrunnar. Það hafa þau ekki gert og ef þá hefur það týnst í hinu mikla upplýsingaflæði sem er í gangi þessa dagana frá ríkisstjórn til almennings.

Ég hef talað um það áður að ESB er ekki góðgerðastofnun og hagsmunir stóru ríkjanna innan sambands ganga oft fyrir. Það er líka spilling innan ESB og alveg óhemju mikill lobbíismi. ESB á við orkuvandamál að stríða og allt sem heitir hiti og rafmagn innan sambands er mjög dýr. Einnig er vatn af skornum skammti sérstaklega yfir sumartímann. Ég hef sagt og segi enn að við eigum að fara í massífan vatnsútflutning til Evrópu í gámavís.

Við eigum margt sem Evrópa vill og við ættum að nýta okkur það sem útflutningsvöru en ekki færa ESB það á silfurfati bara vegna þess að ríkistjórnin okkar er með minnimáttarkennd gagnvart "vinaþjóðunum" í "samfélagi þjóðanna".

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband