22.7.2009
" Vinaþjóðirnar" í "samfélagi þjóðanna"
Athugasemdir
Vinaþjóðir?
Þjóðir geta ekki átt vini.
Þjóðir eiga bara hagsmuni enda segirðu það í færslunni. „...hagsmunir stóru ríkjanna innan sambands ganga oft fyrir“
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:37
Sammála með þeirri breytingu að hagsmunir stóru ríkjanna ganga alltaf fyrir.
Árni Gunnarsson, 22.7.2009 kl. 12:24
ESB er ekki góðgerðastofnun og ekki heldur töfralausnastofnun eins og margir samfylkingarmenn hafa viljað akitera fyrir!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.7.2009 kl. 23:34
Ég er virkilega reið út í samfylkinguna, en líka vinstri græna, hverju lofuðu þau aftur fyrir kosningar??
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 15:29
Góður punktur. ESB sinnar virðast ekki nenna að kynna sér ESB.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Ég er farin að hallast að því að Samfylgingin sé haldin einhverskonar naivisma þegar kemur að ESB. Einhversstaðar á fundi rétt eftir hrun hefur ESB verið stillt upp í svona réttlæti, jafnræði og guð má vita hvaða frösum fleiri, ljósi og svo var hamrað á þessu í kosningabaráttunni.
Ég hef svo komist að því eftir því sem tíminn líður að mjög fáir innan Samfylkingarinnar virðast hafa kynnt sér ESB að einhverju ráði og skjóta bara fólk niður sem bæði hefur kynnt sér málin og er að koma með raunhæfa punkta um ESB, eða gera hjákátlegt grín að fólki sem einmitt hefur vit á ESB.
Ég hef persónulega komist á þá skoðun að ef Samfylkingin ÆTLI að keyra okkur inn í ESB þá ber þeim líka SKYLDA til að fara í fararbroddi með hlutlausar og málefnalegar upplýsingar um samninga annarra þjóða, EMR II og upptöku Evrunnar. Það hafa þau ekki gert og ef þá hefur það týnst í hinu mikla upplýsingaflæði sem er í gangi þessa dagana frá ríkisstjórn til almennings.
Ég hef talað um það áður að ESB er ekki góðgerðastofnun og hagsmunir stóru ríkjanna innan sambands ganga oft fyrir. Það er líka spilling innan ESB og alveg óhemju mikill lobbíismi. ESB á við orkuvandamál að stríða og allt sem heitir hiti og rafmagn innan sambands er mjög dýr. Einnig er vatn af skornum skammti sérstaklega yfir sumartímann. Ég hef sagt og segi enn að við eigum að fara í massífan vatnsútflutning til Evrópu í gámavís.
Við eigum margt sem Evrópa vill og við ættum að nýta okkur það sem útflutningsvöru en ekki færa ESB það á silfurfati bara vegna þess að ríkistjórnin okkar er með minnimáttarkennd gagnvart "vinaþjóðunum" í "samfélagi þjóðanna".