Berseksgangur er málið

Þegar ég les þetta langar mig að öskra, gráta móðursýkislega og líklega ganga berserksgang á alvöru gamaldags víkingamáta. Síðastnefnda er kannski besta lausnin í stöðunni.

Hvernig stendur á því að þetta er ekki hægt hér?

Eru allir óhæfir, spilltir og með brenglað siðferði sem eiga að vera að ganga frá þessum málum?

Eru þessi mál hér á Íslandi svo yfirgengilega viðkvæm, öðruvísi eða flókin að ekki er hægt að komast til botns í þeim?

Nóg er nóg, legg til að þjóðin stofni sitt eigið þing á Þingvöllum aftur og keyrum inn þá hluti sem eru mikilvægir. Þeir sem sitja inn í Alþingishúsinu á dag geta þá haldið áfram að kvabba og tuða um flokka og völd og leyft okkur þjóðinni að redda bara málunum.

Eitt er víst ekki er það að gerast í dag.


mbl.is Stjórnendur bankans ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

réttlætið virðist ekki ná yfir alla því miður

Jón Snæbjörnsson, 7.8.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: DanTh

Mundu að Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matt, Pétur Blöndal og fleiri stjórnmálamenn sögðu:  " Við skulum ekki leita sökudólga, við skulum ekki persónugera þetta mál".  Núverandi ríkisstjórn, skilanefndirnar, sérstakur ríkissaksóknari og ýmsir embættismenn starfa í anda þessarar þöggunar.

Ég skil reiði þína, hún er sem mín, og er að kæfa mig á hverjum degi.  Við eigum ekki að láta þetta ranglæti yfir þjóðina ganga.

DanTh, 7.8.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hárrétt hjá Dan, og þess vegna hefur ekkert verið gert. Þetta mál tengir anga sína djúpt í stjórnkerfið. Eigum við þá yfir höfuð að vera persónugera afbrot. ? Það eru skilaboðin sýnist mér.

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er líka áhugavert sjónarmið sem kemur fram hjá Heiðari Má, fyrrum bankastjóra Kaupþings, um að lánin til eigenda hafi ekki verið ólögleg.

Hvernig er hægt að halda því fram að þeir sem fengu 100% lán til að kaupa hlut í banka hafi verið eigendur. Hver var eignin ef þeir bera svo enga ábyrgð þegar bankinn fellur og tapa engu..... ég bara spyr...?

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, það er dapurlegt að umheimurinn er alltaf að sjá það betur og betur að hér á Íslandi gilda engar stjórnsýslureglur, engin viðurlög.

Hér ber enginn stjórnmálamaður stjórnsýsluábyrgð. Hér ber enginn af yfirmönnum fésýslustofnana eða hlutabréfasjóða nokkra ábyrgð. Enginn, utan ógæfumanna götunnar ber ábyrgð á orðum sínum né gjörðum.

Þrír íslenskir bankar voru tæmdir af yfirmönnum sínum og eigendum á mettíma síðustu minúturnar fyrir hrun þeirra. Og Seðlabankinn bætti um betur og afgreiddi handa þeim svona sem skilnaðargjöf nokkur hundruð milljarða.

Ætla Danir virkilega að fara að ákæra í svona máli? Á þessi bankastjóri enga vini inni í stjórnsýslu Danmerkur sem kippa í spotta? Á maður að trúa því að Danir hafi ekki verið búnir að koma réttum mönnum inn í eftirlits-og dómkerfið?

Hverskonar sveitamenn eru þessir Danir eiginlega? 

Árni Gunnarsson, 7.8.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband