Vantraust

Ég treysti ekki stjórninni

Ég hætti að treysta Steingrími fyrir kosningar

Ég er því miður hætt að treysta Jóhönnu

Ég treysti varla þingheimi í heild

Ég treysti ekki flokkum

Ég treysti ekki skilanefndum

Ég treysti ekki Bankastjórum

Ég treysti ekki meðlimum stjórna félaga og fyrirtækja

Ég treysti ekki ASÍ

Ég treysti ekki SA

Ég treysti ekki orði af því sem kemur frá AGS

Ég treysti ekki fjölmiðlum

Ég treysti fáum sérfræðingum hérlendis

Ég treysti ekki FME og ekki Seðlabankanum

Ég treysti því ekki að þetta fólk sé að reyna að vinna fyrir þjóðina og landið. Ég treysti því ekki að þau segi satt. Ég treysti því ekki þau vinni af heilindum.

Ég vona að ég sé sú eina sem líður svona og ef ekki þá skil ég ekki hvernig við getum látið allt yfir okkur ganga sem hefur verið að koma upp á borðið síðan í október 2008.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Ásta.

Þú átt alla mína samúð, það er hvorgi gott né heilsusamlegt að burðast með eitt allsherjar vantraust eins og steinbarn í maganum, svo vísað sá til Nóbelsskáldsins. En hvað getum við gert þegar svona er komið. Við erum að reka okkur á að þjóðfélagið virðist hafa verið gegnsýrt af spillingu, sem kemur svo yfir okkur eins og holskefla. Ég held að það sé hollara heilsunni að hafa varann á sér, efast heldur en að treysta engum. Við höfum sannarlega ástæðu til að efast, en ég er farinn að trúa því að Alþingi Íslendinga muni þrátt fyrir allt komast að niðurstöðu - sem vissulega verður umdeild - en verði sú skásta í stöðunni.

Vona að allir þeir sem þú nefnir verði smátt og smátt trausts verðir. Svo ég nefni bara einn aðila. Ég treysti SA fyllilega til að standa á hagsmunum sinna félagsmanna, atvinnurekenda, enda þótt ég sé miklu oftar en ekki ósammála talsmanni samtakanna og viti að samtökin ganga ekki erinda launamanna.

Bestu kveðjur.

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég deili þessu vantrausti með þér Ásta mín.  Svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:11

3 identicon

Þetta var ansi mikið vantraust og svolítið ýkt, en þó ekki mikið. 

Það hefur allt hrunið í kringum okkur ekki bara í hruninu sjálfu, heldur líka núna á mánuðunum sem eftir hafa komið.

Ekkert virðist standast, nýir og nýir hlutir koma upp á yfirborðið og þetta virðist engan enda taka.

En eins og  viðkvæðið er í minni familíu: Við bítum á jaxlinn og bölvum í hljóði ; ) er það ekki bara málið.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég treysti sjálfum mér.

Ég treysti Samtökum Fullveldissinna (þar til annað kemur í ljós).

Ég treysti ýmsum einstaklingum.

Ég næ ekki að telja upp meira en þetta...

Axel Þór Kolbeinsson, 12.8.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir flest ef ekki allt Ásta. Nú bíð ég eftir því að einhver siðferðisbati láti á sér kræla en í því mun engin bylting verða. Málið er nefnilega svo alvarlegt að í flestum þeim atriðum sem þú bentir á eru merki um siðferðislega úrkynjun.

Árni Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 21:56

6 identicon

hætti að treista SJS þegar frjálst framsal á óveiddum fiski var samþikkt í þinginu þá talaði hann eins og LÍÚ hef aldrei treyst Össuri í xB eru BARA tækifærissinnar og að lokum xD minnir meira á samtök á Sikiley en stjórnmálaafl allt hitt hjá þér er of satt til að vera gott

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband