14.8.2009
Flokka hvað?
Það er leitt að Borgarahreyfingin hafi dottið í sama farið og flestir flokkar virðast gera á Íslandi. Innanbúða togstreitu og brölt.
Þetta styrkir mig í þeirri skoðun minni að flokkakerfið er úrelt og einskins nýtt stjórnarform fyrir Ísland. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar:
1. Það er auðveldara að vera spilltur í stórum hóp en sem einstaklingur.
2. Engin flokkur mun nokkurn tíma geta unnið að heilindum, til þess eru of margir sem vilja komast að kjötkötlunum og enda með að stinga hvern annan í bakið á leiðinni.
3. Flokka pólitík fer að snúast meira um það að flokkurinn hafi rétt fyrir sér heldur en að verið sé að vinna saman inn á þingi fyrir þjóðina.
4. Með kjördæmaskipan eins og hún er í dag er auðvelt að komast á þing fyrir þá sem geta lofað sem mestum úrbótum, sérstaklega út á landi ( svo er alltaf spurning hvað er staðið við).
5. Þegar þarf að vinna hratt getur flokkur stoppað allt með málþófi og rugli ef svo ber undir.
6. Þingið er of stór miðað við stærð okkar, 33 þingmenn með ráðherrum er alveg nóg.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 14.8.2009 kl. 12:37
Já það er nokkuð mikið til í þessu hjá þér.
Landfari, 14.8.2009 kl. 18:33
Leysum við þetta ekki bara með því að hafa einn flokk. Það hefur víða gefist vel fyrir flokkinn, en kannski ekki eins vel fyrir þegnana.....
Annars hef ég verið á því að það ætti kannski að banna bæði pólitík og trúarbrögð, en það er kannski pólitík í því líka, þó heimurinn væri kannski betir án þessara fyrirbæra.....
Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 22:51
Því miður getum við varla bannað bæði pólitík og trúarbrögð, en eins og einn Þýskur túristi sagði við mig um daginn þá erum við svo lítið land að hér er hægt að gera breytingar á stuttum tíma. Það má nefna að þegar ég bjó í Þýskalandi var umræða í gangi um breytingar í Grunnskólum og átti það að taka 15 ár. Mig minnir að það hafi verið í kringum einstaklingsmiðun í námi. Hér tók það ekki mjög langan tíma.
Mér finnst fólk hafa tapað sér í öllu sem er neikvætt við að vera lítið land þegar það er líka mjög margt jákvætt við það.
Við getum gert breytingar á stuttum tíma og vegna smæðar höfum við alla möguleika á að vinna saman.
Ég hef bara tekið eftir því, ekki bara eftir hrun heldur síðan að ég kom til landsins 2005 að það er eins og flokkar á Íslandi þurfi aldrei að standa ábyrgð gagnvart kjósendum, þetta finnst mér skrýtið eftir að hafa verið erlendis í meira og minna 15 ár.
Flokkakerfið hér lifir sínu eigin eyðileggjandi lífi og eins og ég segi í færslunni þá erum við það lítil þjóð að við ættum ekki að þurfa á því að halda.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:22
Það er sama hvað menn gera hér í pólitík eða viðskiptum, Ásta. Þeir geta á ofurlaunum sett þjóðna á hausinn og bera svo enga ábyrgð, þrátt fyrir að hafa þegið ofurlaunin vegna ábyrgðarinnar. Þetta er skrítið og svolítið ruglað samfélag. Okkur finnst þægilegra að gera bara ekkert í málunum. Og svo eru lögin skrifuð fyrir lögbrjóta og maður spyr sig af hverjum þau eru samin.....? Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara því. En maður sér í sumum tilvikum að þeir sem setið hafa við lagasmíðar á Alþingi og verið í ráðherrastöðum og jafnvel bankastjórar, hefur vegnað ágætlega eftir að þeir hættu sem opinberir starfsmenn. Kannski lærðu þeir eitthvað sem við hin kunnum ekki...?
Ómar Bjarki Smárason, 14.8.2009 kl. 23:29
Sæl Ásta.
Líttu á þessar hugmyndir mínar.
kveðjur austur.
Axel Þór Kolbeinsson, 15.8.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.