Tilgangurinn?

Hver var eiginlega tilgangurinn með þessu viðtali við Hannes Hólmstein? Ja spyr sá sem greinilega skildi þetta ekki.

Þarna var fólk í friðsamlegum mótmælum vegna versta samnings sem nokkurn tíma hefur verið gerður og það er tekið viðtal við Hannes Hólmstein??????

Hvers vegna ætli hafi ekki verið rætt við einhvern forsvarsmanna mótmælanna, oft mjög gáfað og málefnalegt fólk ; ) Eða einhvern sem var að mótmæla, líka oft gáfað og málefnalegt fólk ; ) eða kannski í hallæri þingmann sem gæti hafa slæðst út á meðan á þessu stóð, skulum ekkert ræða gáfur þeirra ; ).

Það hefði meira að segja verið hægt, svona ef allir voru í góðu skapi á fréttastofunni, að koma með yfirlit yfir Icesave málið, bara svona stutt yfirlit ekkert erfitt sko ; ).

Nei Hannes Hólmsteinn var í viðtali um akkúrat ekki neitt. Athyglisvert sjónarhorn. Þetta var enn ein ekkifrétt í boði íslenskra fjölmiða.

Það versta er að manni blöskrar ekki svonalagað lengur.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér! Sagði Hannes eitthvað nýtt!!Nei, nákvæmlega ekki neitt. Mér finnst eins og þér að íslenskir fjölmiðlamenn geri sig í versta falli hlægilega að láta sér detta í hug að tala við þessa biluðu grammófónplötu sem Hannes er. Það er eins og þeir þori ekki að tala við neinn nema þá sem þeir hafa talað við hundrað sinnum áður og vita þess vegna fyrirfram hvað þeir muni segja.

Er þetta til vitnis um að allt sé orðið frosið uppi í kollinum á íslenskum fjölmiðlamönnum eða er þeim t.d. bannað að tala við aðra en þá sem eru búnir að vinna sér „þegnrétt“ í fjölmiðlum? Vil taka það fram að mér finnst Þóra Kristín gjarnan hafa tekið vel á málum í sínum fréttum en þarna gerði hún það alls ekki!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 15:15

2 identicon

Af hverju er þá ekki gerður jafn mikill aðsúgur að fréttamanninum sem ÁKVEÐUR að taka þetta viðtal við manninn?

Tobbs (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:24

3 identicon

ja það er spurning, það hefði nú mátt gera aðsúg að fréttamanninum fyrir þetta ömurlega viðtalsefni ; )

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Mér hefði fundist eðlilegra að tala við þá sem gerðu aðsúg að Hannesi og heyra þeirra viðhorf til Hannesar. Hannes er búinn að gaspra nóg í fjölmiðlum. Ég var á staðnum og sá viðburðinn og fannst allt of mikið gert úr honum. Þetta voru örfáar manneskjur sem varð heitt í hamsi við að sjá Hannes þarna

Helga Þórðardóttir, 27.8.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband