Þverpólitísk sátt? In your dreams

Í dag fór Icesave í gegnum þingið. Steingrímur og Jóhanna hafa talað um þverpólitíska sátt um málið. Ég gat ekki séð hana í atkvæðagreiðslum um málið, engan veginn.

Ég sá Samfylkinguna og Vinstri Græna greiða atkvæði svo hægt væri að halda hér vinstri stjórn og ekkert annað. Voru þau að greiða atkvæði með okkar hag sem þjóðar í fyrirrúmi ? Ég efast um það.

Sjálfstæðismenn ákváðu að taka hugleysingjann á þetta og sátu hjá. Ekki hafði ég mikið álit á þeim fyrir en það litla sem var til staðar er fyllilega horfið eftir að heill þingflokkur leyfir sér að vera skoðanalaus í stærsta máli þjóðarinnar.

Framsókn má því miður eiga það að hafa staðið vaktina í þessu máli ásamt hluta af Borgarahreyfingunni fram á síðustu stundu. Það er mikil hætta á því að fyrirvararnir verði ekki samþykktir af Bretum og Hollendingum þó svo að það hafi verið sett inn á síðustu stundu að ríkisábyrgð verði ekki samþykkt nema með samþykkt þeirra á fyrirvörunum. Það er jú búið að skrifa undir þennan samning í upprunalegri mynd og alveg spurning hvernig staða okkar er út af þeirri undirskrift.

Mér sjálfri líður eins og ég hafi verið kýld niður og sparkað í mig liggjandi. Mér líður eins og að flestir þeir sem áttu að hafa hag minn og minnar þjóðar í 1. sæti hafi brugðist aftur og aftur. Mér líður eins og með kosningum höfum við sleppt lausri atburðarrás sem er ekki til að rétta okkur af. Ég finn fyrir vanmætti og reiði og ég er þreytt á sálinni.

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ef til vill vel við hæfi í dag:  http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 17:02

2 identicon

Já þetta er við hæfi í dag. Knús á þig ; )

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er nú bara gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir búsáhaldabiltinguna og þessa ríkisstjórn. Þessari ríkisstjórn verður svo sem ekki kennt um þetta einni, því auðvitað átti sú ríkisstjórn, sem sat þegar hrunið varð, að segja af sér og stuðla að myndun þjóðstjórnar með hvaða hætti sem það hefði nú verið gert. Þetta var hins vegar ekki hægt af því að Davíð hafði lagt þetta til þegar hann sá hvert stefni, talsvert áður en að hrunið varð. Svona leikur pólitíkin okkur stundum grátt......

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 00:57

4 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér Ómar. Auðvitað hefði átt að setja hér á þjóðstjórn. Í staðinn vorum við keyrð inn í kosningar sem ég held að flestir hafi ekki haft neinn möguleika á að taka neina skýra afstöðu til. Þjóðin var ennþá í sjokki og svo var bara beljað ESB úr öllum áttum.

Mesta rugl sem ég hef lengi upplifað.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband