Var ekki búið að skrifa undir?

Segjum svo að ég fari í bankann og ætli að taka lán. Mér eru sýndir skilmálar og samningar til undirskriftar, svona eins og gengur og gerist í þessum málum. Ef einhverju á að breyta í samningnum þá þarf að gera það ÁÐUR en ég set nafnið mitt undir.

Icesave samningurinn var undirritaður í þeirri mynd sem hann var í og inn í hann var sett neyðarúrræði sem hét að þingið yrði að samþykkja hann. Það var aldrei talað um að þingið myndi samþykkja með því að setja eða áskilja sér rétt til að setja fyrirvara.

Nú er svo sett annað neyðarúrræði sem heitir að Bretar og Hollendingar verði að samþykkja fyrirvarana svo ríkisábyrgðin verði gild.

En það er nú þegar búið að undirrita samning með ríkisábyrgð.

Svo að þegar öllu er á botninn hvolft var Steingrímur búin að undirrita samningsskömmina og líklega geta Bretar og Hollendingar gefið fyrirvörunum langt nef. Samkvæmt þeim samningi sem var undirritaður ber þeim engin skylda til að samþykkja neina fyrirvara.

Þannig að staðan verður líklega sú að við sitjum uppi með skömmina í upprunalegri mynd.

Mér er algerlega óskiljanlegt með öllu að samningurinn skuli ekki hafa verið kynntur þinginu áður en hann var samþykktur af fjármálaráðherra. Þar hefði verið hægt að setja inn fyrirvara og skrifa SVO undir.

Er ekki komið nóg?


mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað breyta þessir fyrirvarar engu gagnvart Breskum og Hollenskum stjórnvöldum og dómsstólum. Það verður bara hægt að gera meira grín að okkur sem þjóð og kannski verður okkur okkur meinaður aðgangur í ESB vegna einfeldni og greindarskorts.... Ef svo færi væri það alla vega verðskuldað.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Ef satt skal segja þá vil ég frekar vera einföld með greindarskort en ganga í ESB  

En þetta er það sem margir hafa varað við að samningurinn var nú þegar undirritaður og ekki þurfi að taka neitt mark á þessum fyrirvörum.

Ég veit ekki lengur hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir fáránleika þessa máls og annara sem hafa verið matreidd fyrir okkur síðustu mánuði.

Ásta Hafberg S., 29.8.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er sorglegt að það skuli vera hægt að halda 63 einstaklingum auk starfsliðs Alþingis við svona vitleysisgang og tilgangsleysi í heilt sumar. Alveg ótrúleg heim***.....

Ómar Bjarki Smárason, 29.8.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband