Voru 2 póstar? Svona skilst þetta í fréttum í Noregi

Kannski það hafi verið skrifaðir 2 póstar til Noregs, sá fyrri sem var þýddur fyrir okkur og sá seinni sem fór í norsku fréttirnar.
Innihald þeirra virðist ekki hafa verið það sama og alveg á hreinu að engin sér neina þörf til að lána neinum sem er að afþakka lán fyrirfram.
Þarna segir orðrétt að það þurfi ekki MEIRI lán en þegar hafi verið áætlað. Spurningin var ekki að fá fleiri lán heldur að fá lán sem væru ekki háð AGS og Icesave og sleppa einhverju af þeim sem væru það.
"Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt",...skriver hun til oss.

Þessi setning er beint upp úr Norsku fréttinni og er hún í heild sinni í tenglinum hér að neðan.

http://www.abcnyheter.no/node/97373


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta segja þeir að Jóhanna hafi skrifað sér, þ.e. abcnyheder.

Þarna segir Jóhanna einmitt að vissulega hefði verið gott að fá stórt lán án þess að það væri háð samþykkis icesave og framhjá IMF - en slíkt stendur ekki til boða og hefur aldrei gert !

Fyrst smþykkja icesaveskuldbindinguna - þá kemur lán frá Noregi samkv. IMF pakkanum - og vilja menn þá taka 1000 milljarða lán ofaná það ? Er ekki í lagi !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Þakka þér fyrir að benda á þessa grein Ásta, þarna er greinilega spurt þannig að svarið getur ekki orðið annað en neikvætt, þetta gerir mig fox illan og ætti eitt og sér að duga til þess að Jóhanna hundskaðist úr forsætisráðuneytinu.

Róbert Tómasson, 17.10.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband