28.10.2009
Það er ekki hægt að hárreita sköllóttan mann
Þetta barst mér á tölvupósti í gærkvöld. Þetta er bréf sem Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum okkar. Er Feigðarós II á næsta leyti? Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Vakna engar spurningar um það hvort það fólk sem situr inn á þingi sé yfirhöfuð með nógu mikla þekkingu og færni til að stýra okkur út úr þessu á mannsæmandi hátt?
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing
Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.)
að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu
væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað
annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400
prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef
skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á
viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12
prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn
vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir
einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging
Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú
sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau
áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en
áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til
brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð,
fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart
alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög
leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum
við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust
milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
***
”To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase
its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default
is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three
percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a
comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal
is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold
Icelandic notes for so little.
If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will
necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of
the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less
grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the
Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and
the latter was stopped only when it was realized that to implement it would
require the emigration or extermination of a large part of the surviving
population.
Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by
intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.
Iceland's moral obligation to the international community at this stage
should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can
be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors
cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other
countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how
to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those
places.
Please feel free to share these views at your discretion.
With my regards,
James Galbraith”
Athugasemdir
með öðrum orðum að það er logn, vegna þess að það blaktir ekki hár á höfði.....
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.10.2009 kl. 17:19
ÉG er alveg orðin gáttuð á áhugaleysi almennings gagnvart þessum hryðjuverkum breta og hollendinga. Og asnaskapar íslenskra stjórnvalda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:39
Þegar ég velti fyrir mér "þekkingu og færni" þingmanna verður mér oftast nett flökurt, enda þekking ráðherra yfirleitt á allt öðrum sviðum en þeim sem þeim er ætlað að glíma við. Það þarf svo sem enga sérfræðinga til þess að sjá að þjóðin er í raun gjaldþrota alveg sama hvernig á það er litið.
Glæpamenn með fulltingi þáverandi stjórnvalda settu okkur á höfuðið og þeir ganga en lausir og virðast ekki einu sinni kunna að skammast sín. Langlundargeð þjóðarinnar er með ólíkindum og skammtímamynnið ennþá ótrúlegra og þetta gera stjórnmálamenn útá, það er jú allt gleymt í næstu kosningum, siðlausir skrattar flest allir og ættu hvergi að þrífast.
Og eins og Galbraith bendir réttilega á þá flýja vinnufærir Íslendingar til útlanda og þá koma mér í hug fleyg orð Geirs H. "Guð blessi Ísland".
p.s. vill gjarnan mynna þann sem síðastur flýr á að slökkva ljósin.
Róbert Tómasson, 2.11.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.